Aðild Gíbraltar að Evrópusambandinu er á enda líkt og hjá Bretum í kjölfar Brexit. Talið er að landið muni missa aðgang sinn að innri mörkuðum sambandsins og fjórfrelsinu – frelsi til flutnings fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. The Guardian greinir frá.
Í apríl fyrr á þessu ári studdu 27 aðildarríki ESB Spán í deilunni um Gíbraltar. Bretar líta á höfðann sem mikilvægan hluta af heimsveldi sínu, en fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, Michael Howard, steig fram og sagði Theresu May reiðubúna að fara í stríð til verndar Gíbraltar.
Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, hefur gefið það út að verði öll tengsl slitin við ESB muni landið standa frammi fyrir efnahagslegri ógn. Vera Gíbraltar innan sambandsins skiptir miklu máli fjárhagslega, en einungis 4 prósent kusu að ganga úr ESB í kosningunum árið 2016.
Gíbraltar er höfði norðan við Gíbraltarsund og sunnan við landamæri Spánar. Það er undir yfirráðum Breta og með heimastjórn. Spánverjar hafa gert formlegt tilkall til Gíbraltar svo öldum skiptir og fóru fram þjóðaratkvæðagreiðslur um sameiningu árin 1969 og 2002.
Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit
Tengdar fréttir
Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar
Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim.
ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar
Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán.
Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar
Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar.
Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum.