Fjölni Þorgeirs langaði að kyssa Berg Telma Tómasson skrifar 10. febrúar 2017 15:30 Vel fór á með þeim félögum Fjölni og Bergi eftir keppni í gær. Stöð 2 Sport Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77 Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira