Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 16:15 Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi. Vísir/AFP Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira