Innlent

Ógnaði fólki í verslun í Garðabæ

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um að maður væri að stela úr verslun í Garðabæ.
Klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um að maður væri að stela úr verslun í Garðabæ. Vísir/Hari
Klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um að maður væri að stela úr verslun í Garðabæ. Öryggisvörður og vitni náðu að stöðva manninn. Hann mun hafa verið ógnandi á vettvangi og var handtekinn skömmu síðar. Maðurinn var illa skorinn á hendi og var fyrst færður á slysadeild þar sem gert var að sári hans áður en hann var vistaður í fangageymslu við rannsókn málsins.

Þá var lögregla með eftirlit á Bústaðavegi þar sem réttindi og ástand ökumanna voru könnuð. Þar vakti athygli bifreið sem nálgaðist en stöðvaðist snögglega og breytti um akstursstefnu. Var bifreiðin stöðvuð skömmu síðar og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Klukkan tæplega tvö í nótt kom leigubílstjóri í port lögreglustöðvar með illa áttaðan erlendan ferðamann. Maðurinn var ölvaður og illa áttaður. Vissi hann ekki hvar hann var eða hvar hann héldi til. Hann þáði gistingu i fangaklefa meðan ástanda hans batnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×