Enski boltinn

Manchester United liðið fast í hundrað daga á sama stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Samsett/Getty
Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að bíða lengi eftir því að liðið þeirra nái að hækka sig í töflu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Nú eru liðnir hundrað dagar síðan að United settist í sjötta sæti deildarinnar og þar hefur liðið verið samfellt síðan langt fyrir áramót.

Manchester United komst upp í sjötta sætið eftir 3-1 sigur á Swansea City 6. nóvember og hefur verið þar síðan.

United-liðið hafði dottið niður í áttunda sætið eftir 4-0 tap á móti Chelsea og markalaust jafntefli við Burnley á heimavelli í leiknum á eftir.

Frá þessu 4-0 tapi á móti Chelsea 23. október hefur Manchester United hinsvegar ekki tapað deildarleik.

Frá og með 29. október hafa United-menn leikið 17 deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið 9 leiki og gert 8 jafntefli.

Það hefur verið nóg að gera hjá Manchester United í báðum bikarkeppnunum og liðið á nú inni leiki á móti Manchester City og Southampton.

City leiknum var frestað vegna úrslitaleik enska deildabikarsins og Southampton leiknum var frestað vegna undanúrslitaleiksins við Chelsea í enska bikarnum sem fór fram á Stamford Bridge á mánudagskvöldið.

Liðið hefur haldið velli í sjötta sætinu þrátt fyrir að eiga þessa tvo leiki inni en sigrar í þeim hefðu þó mögulega komið United-liðinu ofar.

Sæti Manchester United-liðsins í deildinni í vetur

Eftir 1. umferð - 1. sæti

Eftir 2. umferð - 2. sæti

Eftir 3. umferð - 3. sæti

Eftir 4. umferð - 4. sæti

Eftir 5. umferð - 7. sæti

Eftir 6. umferð - 6. sæti

Eftir 7. umferð - 6. sæti

Eftir 8. umferð - 7. sæti

Eftir 9. umferð - 7. sæti

Eftir 10. umferð - 8. sæti

Eftir 11. umferð - 6. sæti

Eftir 12. umferð - 6. sæti

Eftir 13. umferð - 6. sæti

Eftir 14. umferð - 6. sæti

Eftir 15. umferð - 6. sæti

Eftir 16. umferð - 6. sæti

Eftir 17. umferð - 6. sæti

Eftir 18. umferð - 6. sæti

Eftir 19. umferð - 6. sæti

Eftir 20. umferð - 6. sæti

Eftir 21. umferð - 6. sæti

Eftir 22. umferð - 6. sæti

Eftir 23. umferð - 6. sæti

Eftir 24. umferð - 6. sæti

Eftir 25. umferð - 6. sæti

Eftir 26. umferð - Leik frestað (6. sæti)

Eftir 27. umferð - 6. sæti

Eftir 28. umferð - Leik frestað (6. sæti)

Sæti Manchester United á tímabilinu

6. sæti - 18 umferðir

7. sæti - 3 umferðir

1. sæti - 1 umferð

2. sæti - 1 umferð

3. sæti - 1 umferð

4. sæti - 1 umferð

8. sæti - 1 umferð


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×