Tvær heimsþekktar íþróttakonur segja frá því að þær séu kærustupar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 22:00 Sue Bird (til hægri) og Megan Rapinoe skemmta sér saman á leik. Vísir/Getty WNBA-goðsögnin Sue Bird er komin út úr skápnum en hún er ein besta og sigursælasta körfuboltakona sögunnar. Sue Bird sagði frá því að hún sé samkynhneigð í viðtali við vefsíðu espnW en það sem meira er að hún opinberaði líka samband sitt við aðra heimsþekkta íþróttakonu. Sue Bird sagði frá því að hún og bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe væru í sambandi en þær kynntust á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar þær voru báðar að keppa fyrir bandaríska landsliðið. Bird er 36 ára en Rapinoe er 32 ára. Þær eru báðar enn að spila og spila báðar með atvinnumannaliðum í Seattle. Sue Bird hefur unnið fögur Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og varð tvisvar WNBA-meistari með Seattle Storm þar sem hún hefur spilað frá árinu 2002. Hún hefur einnig orðið heimsmeistari þrisvar sinnum og vann bandaríska háskólameistaratitilinn tvisvar með UConn. „Ég er samkynhneigð og Megan er kærastan mín. Það er ekkert leyndarmál fyrir þá sem þekkja mig. Mér líður því ekki eins og ég hafi ekki lifað mínu lífi. Fólk heldur það kannski en ég var aldrei í neinum feluleik með þetta,“ sagði Sue Bird í viðtalinu. Bird er aðeins ein af níu konum sem hafa náð því að vinna Ólympíugull, WNBA-titil og háskólatitil en þann síðastnefnda vann hún með University of Connecticut. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu 2015 og Ólympíumeistari í London 2012. Hún hefur skorað 31 mark í 120 landsleikjum. Bird er langt frá því að vera fyrsti leikmaðurinn í WNBA-deildinni sem kemur út úr skápnum en hún er risastórt nafni í kvennakörfunni og ein sigursælasta körfuboltakona allra tíma. Fótbolti Körfubolti NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
WNBA-goðsögnin Sue Bird er komin út úr skápnum en hún er ein besta og sigursælasta körfuboltakona sögunnar. Sue Bird sagði frá því að hún sé samkynhneigð í viðtali við vefsíðu espnW en það sem meira er að hún opinberaði líka samband sitt við aðra heimsþekkta íþróttakonu. Sue Bird sagði frá því að hún og bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe væru í sambandi en þær kynntust á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar þær voru báðar að keppa fyrir bandaríska landsliðið. Bird er 36 ára en Rapinoe er 32 ára. Þær eru báðar enn að spila og spila báðar með atvinnumannaliðum í Seattle. Sue Bird hefur unnið fögur Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og varð tvisvar WNBA-meistari með Seattle Storm þar sem hún hefur spilað frá árinu 2002. Hún hefur einnig orðið heimsmeistari þrisvar sinnum og vann bandaríska háskólameistaratitilinn tvisvar með UConn. „Ég er samkynhneigð og Megan er kærastan mín. Það er ekkert leyndarmál fyrir þá sem þekkja mig. Mér líður því ekki eins og ég hafi ekki lifað mínu lífi. Fólk heldur það kannski en ég var aldrei í neinum feluleik með þetta,“ sagði Sue Bird í viðtalinu. Bird er aðeins ein af níu konum sem hafa náð því að vinna Ólympíugull, WNBA-titil og háskólatitil en þann síðastnefnda vann hún með University of Connecticut. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu 2015 og Ólympíumeistari í London 2012. Hún hefur skorað 31 mark í 120 landsleikjum. Bird er langt frá því að vera fyrsti leikmaðurinn í WNBA-deildinni sem kemur út úr skápnum en hún er risastórt nafni í kvennakörfunni og ein sigursælasta körfuboltakona allra tíma.
Fótbolti Körfubolti NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira