Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina.
Ergogan vísar þar blóðbaðið í Srebrenica árið 1995 þar sem hollenskri sveit friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna mistókst að koma í veg morð Bosníuserba á átta þúsund múslimskum karlmönnum og drengjum. Líkum þeirra var svo fyrir í fjöldagröfum.
Atburðirnir í Srebrenica eru enn mikið ræddir í Hollandi sem og þær ákvarðanir sem hollensku friðargæsluliðarnir á þeim tíma.
Nú andar köldu milli stjórnvalda í Hollandi og Tyrklandi eftir að hollensk yfirvöld ákváðu að banna fjöldafundi sem skipulagðir voru í landinu og var ætlað að virkja Tyrki búsetta í Hollandi til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda á í Tyrklandi um stjórnarskrárbreytingar sem mun auka til muna völd Erdogan forseta. Erdogan sakaði í kjölfarið Hollendinga og Þjóðverja um nasisma.
„Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica. Við vitum hvað innræti þeirra er rotið eftir fjöldamorðið þar sem átta þúsund Bosníumenn féllu,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi sem sýnt var í beinni útsendingu fyrr í dag.
Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir í samtali við RTL Z að ummæli Erdogan séu „hræðileg sögufölsun“. „Við munum ekki fara niður á þetta plan. Það er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Rutte, en þingkosningar fara fram í Hollandi á morgun.
Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“

Tengdar fréttir

Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu
Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en

Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra
Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna.

Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg
Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma.