Dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Drátturinn fer fram í Mónakó og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi.
Búið er að raða liðunum 32 í fjóra styrkleikaflokka. Eins og venjulega er leikið í átta fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin áfram í 16-liða úrslit.
Að þessu sinni eru fimm ensk lið í pottinum; Chelsea, Tottenham, Manchester United og City og Liverpool. Chelsea er í fyrsta styrkleikaflokki, Manchester-liðin í öðrum og Tottenham og Liverpool í þriðja.
Aðeins tvö af liðunum 32 eru nýliðar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar; Qarabag frá Kasakstan og RB Leipzig frá Þýskalandi.
Lið frá sama landi geta ekki dregist sama í riðil. Þá geta lið frá Rússlandi og Úkraínu heldur ekki dregist saman.
Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði 26. maí 2018.
Styrkleikaflokkarnir fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar:
Flokkur 1:
Real Madrid, Bayern München, Chelsea, Juventus, Benfica, Monaco, Spartak Moskva, Shakhtar Donetsk
Flokkur 2:
Barcelona, Atlético Madrid, Paris Saint-Germain, Borussia Dortmund, Sevilla, Manchester City, Porto, Manchester United
Flokkur 3:
Napoli, Tottenham, Basel, Olympiacos, Anderlecht, Liverpool, Roma, Besiktas
Flokkur 4:
Celtic, CSKA Moskva, Sporting, APOEL, Feyenoord, Maribor, Qarabag, RB Leipzig
Leikdagar í riðlakeppninni:
12.-13. september: leikdagur 1
26-.27. september: leikdagur 2
17.-18. október: leikdagur 3
31. október-1. nóvember: leikdagur 4
21.-22. nóvember: leikdagur 5
5.-6. desember: leikdagur 6
Dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag | Svona líta styrkleikaflokkarnir út
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn


