Fjörugt en formúlubundið tvíeyki 24. ágúst 2017 08:00 Söguþráðurinn í Hitman's Bodyguard er fyrirsjáanlegur. NORDICPHOTOS/AFP The Hitman's Bodyguard er klárt dæmi um bíómynd sem væri argasta tímasóun ef lykildúóið á skjánum smylli ekki saman. Efniviðurinn er teygður, fyrirsjáanlegur, löðrandi í úldnum klisjum og myndin er hvorki skrifuð af mikilli hnyttni né vel gerð tæknilega, en á meðan samverustund leikaranna gefur frá sér kátínu er öruggt að segja að afþreyingargildið skili sínu. Hér skiptir nefnilega ekkert annað máli en samspilið og þrasið hjá þeim Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson. Persónuleikar þessara manna halda handritinu á floti og gefa því eitthvað líf, ekki öfugt. Reynolds leikur lífvörðinn Michael Bryce, sem fær það verkefni að halda hlífskildi yfir vitni að nafni Darius Kincaid (Jackson, síblótandi sem aldrei fyrr), en Kincaid er leigumorðingi sem samþykkt hefur að vitna gegn óprúttnum einræðisherra Hvíta-Rússlands (Gary Oldman). Nýja verkefnið er Bryce til mikillar mæðu í ljósi þess að þeir kappar hafa áður hist og Kincaid reynt að drepa hann, hátt í þrjátíu sinnum! En skyldan vissulega kallar og á næsta sólarhring hafa báðir um nóg annað að hugsa en gamlar deilur þegar óvingjarnlegir útsendarar mæta úr öllum áttum. Fyrir sprellikallinn Reynolds er þetta fínt millistopp til að halda sér í gírnum á milli Deadpool-mynda, en í flestum tilfellum er hann sá háfleygi í sínum hópi. Hér leyfir hann sér að vera lágstemmdari aðilinn á meðan Jackson er í banastuði allan tímann, reytandi af sér brandara og neitar að taka sig of alvarlega í meira en nokkur sekúndubrot. Hvernig sá maður getur verið að nálgast áttræðisaldurinn er annars mikil ráðgáta. Reyndar er öll myndin troðfull af kostulegum leikurum sem hafa lítið sem ekkert elst síðustu tuttugu árin – fyrir utan Gary Oldman, án gríns. Eins og fylgir hinum sívinsæla „félagageira“ bíómynda eru mennirnir tveir sterkar andstæður; annar lífsglaður og ódrepandi leigumorðingi með stórt hjarta en hinn lokaður lífvörður sem tekur sjaldan áhættu. Allir og ömmur þeirra sjá það fyrir að hatursfullt samband þeirra þróast með tímanum í ólíklega vináttu, því saman finna þeir leiðir til að tengjast gegnum adrenalínið og sameiginlega fagmennsku í því að vaða í andstæðinga og granda þeim pent. Að mati undirritaðs verður myndin aldrei sprenghlægileg og í rauninni er hún ekkert brjálæðislega fyndin heldur, en það er einhver smitandi kátína sem hún veitir með orku þessara beggja. Salma Hayek og Elodie Yung (Elektra úr Daredevil-þáttunum) eiga einhvern þátt í því líka enda hörkuskemmtilegar og sjá um nokkra af betri sprettum myndarinnar.Hlutverk Salmu Hayek í myndinni hefði mátt vera stærra.NORDICPHOTOS/AFPHayek tileinkar sér eftirminnilegasta atriðið með Hello frá Lionel Richie á fóninum. Hún hefði alveg mátt fá meira að gera, fyrst myndin hvort sem er teygir lopann á öðrum stöðum. Hayek nær samt hinu stórmerkilega markmiði að blóta meira á skjánum heldur en Jackson tekst nokkurn tímann að gera. Gamla brýnið Oldman sýnir brot af yfirdrifna óþokkanum sem hann náði svo oft fínum tökum á hér á tíunda áratugnum (sjá True Romance, Leon, The Fifth Element o.fl.) en fyrir utan það er ekki nokkuð fyrir hann að gera, sem fylgir víst þegar lítið er í boði fyrir manninn nema að sitja kyrr og setja upp fýlusvip meirihlutann af tímanum. Síðasta mynd leikstjórans Patricks Hughes var sú þriðja í Expendables-seríunni og mætti því halda að sá maður væri betur skólaður í útfærslu hasarsena, en þar fellur þessi mynd í stóra gryfju. Hasarinn er alveg jafn formúlubundinn og sjálfur söguþráðurinn, nánast eins og leikstjórinn keyri framvinduna og kaosið á sjálfstýringu. Hughes virðist líka taka myndina alltof alvarlega sums staðar og ég efast um að það sé partur af brandaranum hvað bílar eiga auðvelt með að springa í loft upp. Klassískt, jú, en fúlt hvað allar sprengingar og eldbrellur eru áberandi tölvuhannaðar. Það sést líka ákaflega vel þegar notuð hafa verið græn tjöld og tæknibrellur eru almennt frekar klúðurslegar. En blessunarlega koma slagsmálasenur miklu betur út heldur en eltingaleikir eða flugeldar. Kvikmyndatakan er annars oft ljót og virkar eins og upptökumaðurinn Jules O'Loughlin hafi smurt vaselíni á vélina. Tónlistin frá Atla Örvarssyni er heldur ekkert að gera neitt nema að sækja í annað en það sem gamlar hefðir kalla eftir, en hún fellur prýðilega að stemningunni. Útkoman er bæði pínleg og skemmtileg, vandvirknislega unnin og dæmigerð út í eitt en á sama tíma einföld og sprellfjörug afþreying sem ætti að vera fín ef þörf er fyrir að smella einhverju heilalausu í tækið. Lógískt séð ætti allt ofantalið að jafnast út í saklaust en groddalegt miðjumoð en fólkið á skjánum gerir það samt að verkum að eitthvað stuð er hér að finna.Niðurstaða: Gömul uppskrift og púðurlaus hasar en hressa tvíeykið hífir stemninguna upp úr meðalmennskunni. Rétt svo. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The Hitman's Bodyguard er klárt dæmi um bíómynd sem væri argasta tímasóun ef lykildúóið á skjánum smylli ekki saman. Efniviðurinn er teygður, fyrirsjáanlegur, löðrandi í úldnum klisjum og myndin er hvorki skrifuð af mikilli hnyttni né vel gerð tæknilega, en á meðan samverustund leikaranna gefur frá sér kátínu er öruggt að segja að afþreyingargildið skili sínu. Hér skiptir nefnilega ekkert annað máli en samspilið og þrasið hjá þeim Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson. Persónuleikar þessara manna halda handritinu á floti og gefa því eitthvað líf, ekki öfugt. Reynolds leikur lífvörðinn Michael Bryce, sem fær það verkefni að halda hlífskildi yfir vitni að nafni Darius Kincaid (Jackson, síblótandi sem aldrei fyrr), en Kincaid er leigumorðingi sem samþykkt hefur að vitna gegn óprúttnum einræðisherra Hvíta-Rússlands (Gary Oldman). Nýja verkefnið er Bryce til mikillar mæðu í ljósi þess að þeir kappar hafa áður hist og Kincaid reynt að drepa hann, hátt í þrjátíu sinnum! En skyldan vissulega kallar og á næsta sólarhring hafa báðir um nóg annað að hugsa en gamlar deilur þegar óvingjarnlegir útsendarar mæta úr öllum áttum. Fyrir sprellikallinn Reynolds er þetta fínt millistopp til að halda sér í gírnum á milli Deadpool-mynda, en í flestum tilfellum er hann sá háfleygi í sínum hópi. Hér leyfir hann sér að vera lágstemmdari aðilinn á meðan Jackson er í banastuði allan tímann, reytandi af sér brandara og neitar að taka sig of alvarlega í meira en nokkur sekúndubrot. Hvernig sá maður getur verið að nálgast áttræðisaldurinn er annars mikil ráðgáta. Reyndar er öll myndin troðfull af kostulegum leikurum sem hafa lítið sem ekkert elst síðustu tuttugu árin – fyrir utan Gary Oldman, án gríns. Eins og fylgir hinum sívinsæla „félagageira“ bíómynda eru mennirnir tveir sterkar andstæður; annar lífsglaður og ódrepandi leigumorðingi með stórt hjarta en hinn lokaður lífvörður sem tekur sjaldan áhættu. Allir og ömmur þeirra sjá það fyrir að hatursfullt samband þeirra þróast með tímanum í ólíklega vináttu, því saman finna þeir leiðir til að tengjast gegnum adrenalínið og sameiginlega fagmennsku í því að vaða í andstæðinga og granda þeim pent. Að mati undirritaðs verður myndin aldrei sprenghlægileg og í rauninni er hún ekkert brjálæðislega fyndin heldur, en það er einhver smitandi kátína sem hún veitir með orku þessara beggja. Salma Hayek og Elodie Yung (Elektra úr Daredevil-þáttunum) eiga einhvern þátt í því líka enda hörkuskemmtilegar og sjá um nokkra af betri sprettum myndarinnar.Hlutverk Salmu Hayek í myndinni hefði mátt vera stærra.NORDICPHOTOS/AFPHayek tileinkar sér eftirminnilegasta atriðið með Hello frá Lionel Richie á fóninum. Hún hefði alveg mátt fá meira að gera, fyrst myndin hvort sem er teygir lopann á öðrum stöðum. Hayek nær samt hinu stórmerkilega markmiði að blóta meira á skjánum heldur en Jackson tekst nokkurn tímann að gera. Gamla brýnið Oldman sýnir brot af yfirdrifna óþokkanum sem hann náði svo oft fínum tökum á hér á tíunda áratugnum (sjá True Romance, Leon, The Fifth Element o.fl.) en fyrir utan það er ekki nokkuð fyrir hann að gera, sem fylgir víst þegar lítið er í boði fyrir manninn nema að sitja kyrr og setja upp fýlusvip meirihlutann af tímanum. Síðasta mynd leikstjórans Patricks Hughes var sú þriðja í Expendables-seríunni og mætti því halda að sá maður væri betur skólaður í útfærslu hasarsena, en þar fellur þessi mynd í stóra gryfju. Hasarinn er alveg jafn formúlubundinn og sjálfur söguþráðurinn, nánast eins og leikstjórinn keyri framvinduna og kaosið á sjálfstýringu. Hughes virðist líka taka myndina alltof alvarlega sums staðar og ég efast um að það sé partur af brandaranum hvað bílar eiga auðvelt með að springa í loft upp. Klassískt, jú, en fúlt hvað allar sprengingar og eldbrellur eru áberandi tölvuhannaðar. Það sést líka ákaflega vel þegar notuð hafa verið græn tjöld og tæknibrellur eru almennt frekar klúðurslegar. En blessunarlega koma slagsmálasenur miklu betur út heldur en eltingaleikir eða flugeldar. Kvikmyndatakan er annars oft ljót og virkar eins og upptökumaðurinn Jules O'Loughlin hafi smurt vaselíni á vélina. Tónlistin frá Atla Örvarssyni er heldur ekkert að gera neitt nema að sækja í annað en það sem gamlar hefðir kalla eftir, en hún fellur prýðilega að stemningunni. Útkoman er bæði pínleg og skemmtileg, vandvirknislega unnin og dæmigerð út í eitt en á sama tíma einföld og sprellfjörug afþreying sem ætti að vera fín ef þörf er fyrir að smella einhverju heilalausu í tækið. Lógískt séð ætti allt ofantalið að jafnast út í saklaust en groddalegt miðjumoð en fólkið á skjánum gerir það samt að verkum að eitthvað stuð er hér að finna.Niðurstaða: Gömul uppskrift og púðurlaus hasar en hressa tvíeykið hífir stemninguna upp úr meðalmennskunni. Rétt svo.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira