Innlent

Landhelgisgæslan aðstoðar sjómann á frönsku rannsóknarskipi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur til móts við skipið í fyrramálið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur til móts við skipið í fyrramálið. Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá franska rannsóknarskipinu R/V Pourquoi Pas vegna sjómanns sem hafði fallið fyrir borð og virtist eiga við innvortis meiðsli að stríða, að því er fram kemur í tilkynningu.

Skipið var statt fyrir norðan Jan Mayen og var skipverjum ráðlagt að halda í átt að Eyjafirði. Áætlað er að skipið verði statt um 150 sjómílur norður af Eyjafirði snemma í fyrramálið og mun þyrla Landhelgisgæslunnar halda til móts við skipið og sækja sjúklinginn.



Fyrr í kvöld flaug áhöfn þyrlunni TF-LÍF til Akureyrar, þar sem hún verður tilbúin að fara í loftið í fyrramálið til að sækja sjúklinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×