Óþefur frá moltugerði að angra Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Moltugerði Gámaþjónustunnar er vestan við Stórhöfða, rúma tvo kílómetra suður af Vallahverfi þaðan sem kvartanir berast. Vísir/Eyþór „Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira