Enski boltinn

Klopp: Verðum að halda áfram á sömu braut

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp slakur á bekknum.
Klopp slakur á bekknum. vísir/getty
Hinn þýski stjóri Liverpool, Jürgen Klopp, segir að árangur liðsins til þessa á tímabilinu gefi liðinu ekki neitt annað en góðan stökkpall til þess að ná árangri á seinni hluta tímabilsins.

Liverpool er í öðru sæti ensku deildarinnar með 44 stig en Chelsea er á toppnum með 49.

„Er við spjölluðum saman um drauma og væntingar fyrir tímabilið þá töldum við allt vera til staðar fyrir góðu tímabili. Við erum með 44 stig í öðru sæti og það er gott,“ sagði Klopp.

„Það er samt bara góður grunnur fyrir seinni hlutann. Við verðum að halda áfram á sömu braut. Við getum ekki hugsað um aðra leiki því við getum ekki haft áhrif á þá.“

Liverpool gerði jafntefli við Sunderland, 2-2, í síðasta leik.

„Það var mjög skrítinn leikur. Ég vissi ekki við hverju átti að búast og get ekki dæmt þennan leik almennilega. Leikurinn er búinn, við fengum eitt stig en leið eins og við hefðum tapað. Við höfum lagt þennan leik samt til hliðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×