Ingvar þurfti að fara af velli á 31. mínútu leik Sandefjord á móti Lilleström eftir að hafa fundið mikinn verk í vinstri fæti þegar hann tók útspark. Sandefjord tapaði leiknum 3-1 eftir að hafa jafnað metin í 1-1. Staðan var 1-0 fyrir Lilleström þegar hann meiddist.
„Sperruleggurinn brotnaði sem er þynnsta beinið í fætinum. Þeir sögðu mér að ég yrði frá í sex vikur,“ sagði Ingvar Jónsson í viðtali við heimasíðu Sandefjord. Hann fór í læknisskoðun og þar kom alvarleiki meiðslanna í ljós.
„Þetta var að minnsta kosti besti tíminn til meiðast ef maður reynir að horfa jákvætt á þetta,“ sagði Ingvar einnig í viðtalinu sem er aðgengilegt hér fyrir neðan.
- Det var i det minste bra timing om man prøver å tenke positivt, sier keeper Jónsson som pådro seg brudd i leggen under gårsdagens kamp. https://t.co/lHEM8FIId9
— Sandefjord Fotball (@sfjfotball) November 27, 2017