Tiger sjóðheitur er hann spilaði með Trump Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2017 15:00 Trump spjallar við Tiger. vísir/getty Það var ekki af ódýrari gerðinni hollið sem spilaði golf á laugardag í Flórída. Tiger Woods spilaði þá með Donald Trump Bandaríkjaforseta, efsta manni heimslistans, Dustin Johnson, og Brad Faxon, fyrrum atvinnukylfingi. Tiger og Johnson léku saman en Trump og Faxon voru saman í liði og slógu af bláum teigum. Engum sögum fer af skori manna en hollið ku hafa skemmt sér mjög vel. Faxon segir að forsetinn hafi slegið í gegn með gamansögum sínum. Þar sem Tiger Woods snýr loksins aftur í vikunni þá er áhugavert að heyra að hann hafi spilað mjög vel. Faxon segir að hann hafi verið meiðslalaus, ekki fundið fyrir neinu og slegið afar vel. Upphafshöggin hans hafi þess utan í helmingi tilfella verið lengri en hjá Johnson og það er áhugavert enda Johnson einn sá högglengsti í bransanum. Margir voru ósáttir við Tiger fyrir að spila golf með Trump en hann á víst að fara að hanna völl fyrir Trump í Dubai og það ku vera ástæðan fyrir því að hann spilaði. Þetta var ekki ónýt helgi hjá Trump Bandaríkjaforseta því daginn eftir spilaði hann með sjálfum Jack Nicklaus. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það var ekki af ódýrari gerðinni hollið sem spilaði golf á laugardag í Flórída. Tiger Woods spilaði þá með Donald Trump Bandaríkjaforseta, efsta manni heimslistans, Dustin Johnson, og Brad Faxon, fyrrum atvinnukylfingi. Tiger og Johnson léku saman en Trump og Faxon voru saman í liði og slógu af bláum teigum. Engum sögum fer af skori manna en hollið ku hafa skemmt sér mjög vel. Faxon segir að forsetinn hafi slegið í gegn með gamansögum sínum. Þar sem Tiger Woods snýr loksins aftur í vikunni þá er áhugavert að heyra að hann hafi spilað mjög vel. Faxon segir að hann hafi verið meiðslalaus, ekki fundið fyrir neinu og slegið afar vel. Upphafshöggin hans hafi þess utan í helmingi tilfella verið lengri en hjá Johnson og það er áhugavert enda Johnson einn sá högglengsti í bransanum. Margir voru ósáttir við Tiger fyrir að spila golf með Trump en hann á víst að fara að hanna völl fyrir Trump í Dubai og það ku vera ástæðan fyrir því að hann spilaði. Þetta var ekki ónýt helgi hjá Trump Bandaríkjaforseta því daginn eftir spilaði hann með sjálfum Jack Nicklaus.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira