Innlent

Sex milljóna hjólabrettabraut byggð á Dalvík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum að leggja tillöguna fram til kynningar en áður hafði byggðarráð tekið vel í hugmyndina og vísað henni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum að leggja tillöguna fram til kynningar en áður hafði byggðarráð tekið vel í hugmyndina og vísað henni til sveitarstjórnar. Vísir/Vilhelm
Stefnt er að því að koma upp hjólabrettabraut í Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður við verkefnið er tæpar sex milljónir króna.

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í liðinni viku var erindi þessa efnis tekið fyrir. Fram kom að við fjárhagsáætlunargerð síðastliðið vor hafi láðst að fjalla um þetta mál. Íþrótta- og æskulýðsráð óskaði eftir því við sveitarstjórn hvort hægt væri að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun ársins 2018.

Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum að leggja tillöguna fram til kynningar en áður hafði byggðarráð tekið vel í hugmyndina og vísað henni til sveitarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×