Innlent

Mál Norðmanns sem sakaður var um nauðgun á sextán ára stúlku fellt niður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stúlkan greindi vinkonum sínum frá því að henni hefði verið nauðgað á salerninu. Var Norðmaðurinn handtekinn á staðnum.
Stúlkan greindi vinkonum sínum frá því að henni hefði verið nauðgað á salerninu. Var Norðmaðurinn handtekinn á staðnum. Vísir/Kolbeinn Tumi
Norðmaðurinn sem grunaður var um að hafa nauðgað sextán ára stúlku á salerni á skemmtistað í Reykjavík þann 28. október síðastliðinn hefur verið látinn laus úr farbanni og mál hans látið niður falla. Þetta staðfestir embætti héraðssaksóknara í samtali við Fréttablaðið, en málið þótti ekki nægilega líklegt til sakfellingar.

Maðurinn, sem er um fertugt, var úrskurðaður í farbann þann 10. nóvember síðastliðinn. Var það gert að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem taldi manninn undir rökstuddum grun að hafa nauðgaðs túlkunni, en sá norski neitaði alfarið sök.

Fram kemur í kröfu lögreglustjórans, sem birt er á vef Hæstaréttar, að maðurinn og stúlkan hafi hist á skemmtistað þann 28. október. Þau hafi kysst, vel farið á með þeim og þau farið inn á salerni staðarins. Þar hafi hann rifið niður um hana buxurnar og við það hafi hún frosið. Í framhaldinu hafi maðurinn haft við stúlkuna samræði, þrátt fyrir mótmæli hennar.

Lögreglan fór í framhaldinu fram á farbann, með vísan til þess að maðurinn væri ferðamaður hér á landi og að ella muni hann fara af landi brott. Farbannið rann út 22. nóvember síðastliðinn og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, er maðurinn farinn úr landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×