SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2017 19:45 SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira