SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2017 19:45 SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira