„Varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 14:30 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér. Alþingi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér.
Alþingi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira