Innlent

Heiða Björg sjálfkjörin varaformaður Samfylkingarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Heiða Björg ásamt Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar.
Heiða Björg ásamt Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar. Twitter/Samfylkingin
Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag sjálfkjörin sem varaformaður Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Heiða var ein í framboði en hún tekur við Loga Má Einarssyni sem varð formaður flokksins eftir að Oddný Harðardóttir steig til hliðar sem formaður eftir kosningar til Alþingis síðastliðið haust þar sem sem Samfylkingin tapaði fylgi.

Heiða er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og stjórnarformaður Strætó.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tjáir sig um þessi tíðindi á Facebook þar sem hann óskar Heiðu til hamingju og segist hafa fulla trú á því að hinni nýju forystu flokksins takist að snúa vörn í sókn í samvinnu við jafnaðarmenn um land allt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×