Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 14:43 Scott Pruitt vill að vísindaleg skýrsla vísindamanna alríkisstofnana sem byggir á ritrýndum rannsóknum verði ritrýnd ítarlega áður en hann samþykkir hana. Vísir/AFP Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent