Matsuyama og Kisner deila toppsætinu á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 11:45 Matsuyama horfir á eftir upphafshöggi sínu í gær Vísir/getty Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira