Persónan þykir mjög umdeild í Kasakstan og á sínum tíma hótuðu yfirvöld þar jafnvel að höfða mál gegn Cohen fyrir að móðga þjóðina. Dreifing og sala myndarinnar var bönnuð í landinu, samkvæmt frétt BBC.
Hins vegar þakkaði utanríkisráðherra Kasakstan Cohen árið 2012 fyrir að hafa auki flæði ferðamanna til landsins.
BBC segir sexmenningana hafa setið fyrir á myndum og að mikil umræða um handtökurnar hafi farið fram á samfélagsmiðlum. Einhverjir hafa kallað eftir því að mennirnir yrðu ákærðir og fangelsaðir fyrir að móðga þjóðina. Aðrir spyrja hvernig yfirvöld í Tékklandi myndu bregðast við svona móðgunum.
Mönnunum sex var gert að um sjö þúsund krónur í sekt ósæmandi hegðun.