5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 19:30 Það vantar ekki gáfurnar hjá Jakobsbörnum en auk þess sem Katrín dúxaði slógu bræður hennar í gegn í Gettu betur á sínum tíma. Margt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði næsti forsætisráðherra Íslands. Að því tilefni ákváðum við að kíkja í kistu minninganna og draga upp fimm hluti sem fólk ef til vill vissi ekki um Katrínu.1. Lægsta einkunn í leikfimi Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn. Á þeim tíma var það hæsta aðaleinkunn sem stúdent við MS hafði fengið. „Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina. Í viðtalinu kom einnig fram að lægsta einkunn Katrínar var í leikfimi. Í því fagi fékk hún 8, sem kom Katrínu sjálfri mikið á óvart. „Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“2. Elskar Alfreð Önd og appelsínugula drykki með regnhlíf Katrín var öflug í starfi stúdentahreyfingarinnar Röskvu á háskólaárum sínum og svaraði spurningum í Stúdentablaðinu árið 1999, þar sem meðlimir Röskvu og Vöku voru yfirheyrðir. Í yfirheyrslunni sagði Katrín að Vegamót væri uppáhaldsskemmtistaðurinn sinn, að Alfreð Önd væri uppáhaldssjónvarpsþátturinn sinn og að allir appelsínugulir drykkir með regnhlífum væru eftirlætisdrykkir sínir.3. Yfirmaður Ingu Lindar Ári síðar ritstýrði Katrín Jakobsdóttir Stúdentablaðinu, en ráðning hennar sem ritstjóra var fremur umdeild þar sem hún var öflug í pólitísku starfi fyrir Röskvu innan Háskóla Íslands. Meðal undirmanna Katrínar í ritnefnd blaðsins var Inga Lind Karlsdóttir, sem í dag er hvað þekktust sem sjónvarpsstjarna og stýrir meðal annars raunveruleikaþættinum The Biggest Loser. Athygli vekur einnig að Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var líka í ritnefnd Stúdentablaðsins á þessum tíma en hún var í framboði fyrir Viðreisn í nýafstöðnum Alþingiskosningum.4. Keanu Reeves fastinn í tilverunni „Keanu Reeves er mitt ídol.“ Svona hófst viðtal við Katrínu í Fréttablaðinu árið 2003 í lið sem kallaðist Maður að mínu skapi. Þar var hún spurð út í átrúnaðargoðin sín og var hún yfir sig hrifin af leikaranum geðþekka Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir leik í myndum á borð við The Matrix og Speed. „Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtalinu og hélt áfram að mæra leikarann. „Við eigum langa sögu og mér finnst hann miklu betra ídol en til dæmis stjórnmálamenn. Þeir eru svo óáreiðanlegir á meðan Keanu Reeves er fastinn í tilveru minni.“5. Langaði að verða poppstjarna, skurðlæknir eða geimfari Katrín var spurð spjörunum úr í Morgunblaðinu árið 2003, í kjölfar þess að hún var kosin varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún var meðal annars spurð að því hvað hana hefði langað að verða þegar hún var yngri. „Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“ Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Margt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði næsti forsætisráðherra Íslands. Að því tilefni ákváðum við að kíkja í kistu minninganna og draga upp fimm hluti sem fólk ef til vill vissi ekki um Katrínu.1. Lægsta einkunn í leikfimi Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn. Á þeim tíma var það hæsta aðaleinkunn sem stúdent við MS hafði fengið. „Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina. Í viðtalinu kom einnig fram að lægsta einkunn Katrínar var í leikfimi. Í því fagi fékk hún 8, sem kom Katrínu sjálfri mikið á óvart. „Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“2. Elskar Alfreð Önd og appelsínugula drykki með regnhlíf Katrín var öflug í starfi stúdentahreyfingarinnar Röskvu á háskólaárum sínum og svaraði spurningum í Stúdentablaðinu árið 1999, þar sem meðlimir Röskvu og Vöku voru yfirheyrðir. Í yfirheyrslunni sagði Katrín að Vegamót væri uppáhaldsskemmtistaðurinn sinn, að Alfreð Önd væri uppáhaldssjónvarpsþátturinn sinn og að allir appelsínugulir drykkir með regnhlífum væru eftirlætisdrykkir sínir.3. Yfirmaður Ingu Lindar Ári síðar ritstýrði Katrín Jakobsdóttir Stúdentablaðinu, en ráðning hennar sem ritstjóra var fremur umdeild þar sem hún var öflug í pólitísku starfi fyrir Röskvu innan Háskóla Íslands. Meðal undirmanna Katrínar í ritnefnd blaðsins var Inga Lind Karlsdóttir, sem í dag er hvað þekktust sem sjónvarpsstjarna og stýrir meðal annars raunveruleikaþættinum The Biggest Loser. Athygli vekur einnig að Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var líka í ritnefnd Stúdentablaðsins á þessum tíma en hún var í framboði fyrir Viðreisn í nýafstöðnum Alþingiskosningum.4. Keanu Reeves fastinn í tilverunni „Keanu Reeves er mitt ídol.“ Svona hófst viðtal við Katrínu í Fréttablaðinu árið 2003 í lið sem kallaðist Maður að mínu skapi. Þar var hún spurð út í átrúnaðargoðin sín og var hún yfir sig hrifin af leikaranum geðþekka Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir leik í myndum á borð við The Matrix og Speed. „Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtalinu og hélt áfram að mæra leikarann. „Við eigum langa sögu og mér finnst hann miklu betra ídol en til dæmis stjórnmálamenn. Þeir eru svo óáreiðanlegir á meðan Keanu Reeves er fastinn í tilveru minni.“5. Langaði að verða poppstjarna, skurðlæknir eða geimfari Katrín var spurð spjörunum úr í Morgunblaðinu árið 2003, í kjölfar þess að hún var kosin varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún var meðal annars spurð að því hvað hana hefði langað að verða þegar hún var yngri. „Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“
Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30
Stjörnuspeki stjórnmálaleiðtoga: Sigmundur og Sigurður í fullkomnu sambandi Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu líka unnið mjög vel saman. 10. nóvember 2017 19:30