Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2017 21:15 Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum. Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum.
Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00