„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 18:54 Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira