Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 20:42 Ólafía horfir á eftir upphafshöggi í dag. MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við fréttaritara golf.is eftir að hafa lokið leik á fyrsta mótinu á LPGA-mótaröðinni í dag. Ólafía var þakklát að hafa fengið að spila með vinkonu sinni úr Wake Forrest skólanum. „Ef ég dreg þetta mót saman þá var geggjað að fá að spila með Cheyenne Woods vinkonu minni fyrstu tvo hringina. Það hjálpaði mér mikið, sjálfstraustið er meira hjá mér eftir þetta mót en fyrir það.“Sjá einnig:Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Nú tekur við rúmlega hálfs mánaðar pása þar sem Ólafía getur æft áður en næsta mót hefst í Ástralíu þann 16. febrúar næstkomandi. „Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í Ástralíu og ég lærði helling af þessu móti. Ég fór aðeins að efast um sjálfa mig á þriðja hringnum en það er frábært að leika þrjá hringi af fjórum undir pari – ég tek það með mér í framhaldið.“Sjá einnig:Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía sagðist hafa hugsað um lag eftir Jón Jónsson allan hringinn en hún sagðist gera það til þess að njóta dagsins. Hugmyndin kom frá kærasta hennar og kylfusveini. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott sálfræðitrix hjá honum,“ sagði Ólafía en nánar verður rætt við hana í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við fréttaritara golf.is eftir að hafa lokið leik á fyrsta mótinu á LPGA-mótaröðinni í dag. Ólafía var þakklát að hafa fengið að spila með vinkonu sinni úr Wake Forrest skólanum. „Ef ég dreg þetta mót saman þá var geggjað að fá að spila með Cheyenne Woods vinkonu minni fyrstu tvo hringina. Það hjálpaði mér mikið, sjálfstraustið er meira hjá mér eftir þetta mót en fyrir það.“Sjá einnig:Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Nú tekur við rúmlega hálfs mánaðar pása þar sem Ólafía getur æft áður en næsta mót hefst í Ástralíu þann 16. febrúar næstkomandi. „Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í Ástralíu og ég lærði helling af þessu móti. Ég fór aðeins að efast um sjálfa mig á þriðja hringnum en það er frábært að leika þrjá hringi af fjórum undir pari – ég tek það með mér í framhaldið.“Sjá einnig:Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía sagðist hafa hugsað um lag eftir Jón Jónsson allan hringinn en hún sagðist gera það til þess að njóta dagsins. Hugmyndin kom frá kærasta hennar og kylfusveini. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott sálfræðitrix hjá honum,“ sagði Ólafía en nánar verður rætt við hana í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira