Fótbolti

Bojan heldur til Þýskalands

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bojan í einum af fáu leikjum sínum fyrir Stoke á þessu tímabili.
Bojan í einum af fáu leikjum sínum fyrir Stoke á þessu tímabili. Vísir/Getty
Spænski framherjinn Bojan skrifaði í dag undir hálfs árs lánssamning hjá Mainz í þýsku deildinni en hann kemur þangað frá Stoke þar sem tækifæri hans hafa verið af skornum skammti.

Hinn 26 árs gamli Bojan sem kom upp úr unglingastarfi Barcelona á sínum tíma en miklar væntingar voru gerðar til hans eftir að hafa raðað inn mörkum með unglingaliði Barcelona.

Eftir að hafa leikið með AC Milan, Roma og Ajax fann Bojan sig loksins í treyju Stoke á síðasta tímabili en hann hefur aðeins fimm sinnum verið í byrjunarliði Stoke á þessu tímabili.

Eftir að Stoke gekk frá kaupunum á Saido Berahino var ljóst að hann myndi falla aftar í goggunarröðinni hjá Stoke en Bojan sem á einn landsleik að baki fyrir spænska landsliðið segist þó ætla að snúa aftur til Stoke einn daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×