Innlent

Líkfundurinn á Selfossi: Ekki vísbendingar um saknæman verknað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líkið fannst á auðri lóð við Heiðarveg á Selfossi síðdegis í dag.
Líkið fannst á auðri lóð við Heiðarveg á Selfossi síðdegis í dag. vísir/mhh
Vinnu lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og sérfræðinga kennslanefndar ríkislögreglustjóra á vettvangi við Heiðarveg á Selfossi þar sem lík fannst fyrr í dag er nú lokið. Hefur líkið, sem talið er vera af erlendum manni sem býr á Selfossi, verið flutt til krufningar.

Að því er fram kemur á vef lögreglunnar hafa ekki fundist vísbendingar sem benda til saknæms verknaðar en dánarorsök er óþekkt og mun ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni krufningu. Munu bráðabirgðaniðurstöður hennar væntanlega liggja fyrir á mánudag.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að nokkuð sé síðan maðurinn dó en ekki er hægt að segja til um á þessu hversu lengi líkið hefur verið úti. Það voru börn sem gengu fram á það rétt fyrir klukkan hálfþrjú í dag og segir Oddur að þau hafi fengið áfallahjálp í kjölfarið. 


Tengdar fréttir

Líkfundur á Selfossi

Lögregla er við störf á staðnum og hefur vettvangi verið lokað á meðan svo er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×