Erlent

Tvær lestir rýmdar í Svíþjóð vegna sprengjuhótana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi, en þar voru tafir töluverðar í dag.
Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi, en þar voru tafir töluverðar í dag. vísir/afp
Rýma þurfti tvær lestir sem voru á leið til Gautaborgar og Södertälje í Svíþjóð á öðrum tímanum í dag vegna sprengjuhótana. Þá var lestarstöðin í Gautaborg jafnframt rýmt og var viðbúnaður mikill.

Ekkert fannst þó við eftirgrennslan lögreglu og sprengjusérfræðinga og komust lestarsamgöngur í fyrra horf klukkan rúmlega 17 að staðartíma, þó einhverjar tafir hafi verið fram eftir degi.

Á þriðja hundrað manns voru í lestunum tveimur, en þær voru báðar á leið til og frá Stokkhólmi. Ekki er vitað hvort hótanirnar tvær tengist, né hvaðan þær koma, en lögregla segist taka þær afar alvarlega. Þá hafa yfirvöld ekki viljað upplýsa með hvaða hætti hótanirnar bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×