Erlent

Skaut og stakk fjóra í Ísrael

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísraelskir lögregluþjónar standa vörð.
Ísraelskir lögregluþjónar standa vörð. Vísir/AFP
Palestínskur maður hefur verið handtekinn vegna skot- og hnífaárásar í borginni Tikva í Ísrael. Hann er sagður hafa skotið á strætisvagn í borginni og stungið einn mann. Fjórir eru særðir en enginn lét lífið. Af þeim sem særðust er enginn í alvarlegu ástandi og sár þeirra eru ekki talin lífshættuleg.

Samkvæmt Times of Israel var maðurinn enn með byssuna þegar hann var handtekinn, en hann hafði flúið af vettvangi.

Árásarmaðurinn mun vera frá Vesturbakkanum, en hann var fyrst króaður af af óbreyttum borgurum áður en hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×