Erlent

Tyrkneskir hermenn féllu fyrir slysni í loftárás Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússneskri sprengjuflugvél lent í Sýrlandi.
Rússneskri sprengjuflugvél lent í Sýrlandi. Vísir/AFP
Þrír tyrkneskir hermenn féllu fyrir slysni í loftárás Rússa við borgina al-Bab í Sýrlandi í dag. Flugmaður herþotunnar er sagður hafa talið sig vera að gera árás á vígamenn Íslamska ríkisins, en tyrkneskir hermenn aðstoða nú sýrlenska uppreisnarmenn við að ná tökum á borginni.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur hringt í Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og beðist afsökunar á árásinni.

Rússar styðja við bakið á ríkisstjórnar Bashar al-Assad og Tyrkir styðja við bakið á uppreisnarmönnum sem vilja steypa honum af stóli. Hins vegar hafa ríkin hafið samstarf á undanförnum vikum við árásir gegn Íslamska ríkinu.

Þá skutu Tyrkir niður rússneska herþotu í desember 2015, sem þeir segja að hafi verið flogið inn fyrir lofthelgi þeirra. Báðir rússnesku flugmennirnir létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×