Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 11:45 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm „Við tengjum þetta saman, eins og staðan er í dag. Það er ekkert annað sem við teljum líklegt,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun um hvort leita megi að upptökum arsenmengunar í grennnd við verksmiðju United Silicon í Helguvík víðar en hjá verksmiðjunni. Fyrirtækið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem gerðar voru athugasemdur við fréttaflutning þess efnis að arsenmengun frá verksmiðju fyrirtækisins hafi mælst um tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar. Í tilkynningunni sagði að leita þyrfti að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni í ljósi þess að gildi arsens í sýnum hafi hækkað áður en verksmiðja United Silicon tók til starfa. Þá hafi ríkjandi vindátt staðið að verksmiðjunni en ekki frá auk þess sem að hæsta gildi arsens hafi mælst í lok desember sem kynni að skýrast af notkun flugelda um áramót. Sigrún segir að ljóst sé að gildi arsens hækki áður en að verksmiðjan hafi tekið til starfa en það sem helst hafi verið tengt við það sé uppskipun í tengslum við starfsemi verksmiðjunnar eða prufukeyrsla á búnaði.Ljósbláa línan táknar gildi arsens í loftsýnum á mæli United Silicon við Hólmbergsbraut í Reykjanesbæ, skammt frá verksmiðju United Silicon í Helguvík.Hún segir að Umhverfisstofnun hafi ekki einhvern annan líklega losunaruppsprettu í huga og að útskýring forsvarsmanna United Silicon um að notkun flugelda um áramót geti skýrt hátt gildi arsens í lok desember skýri þó ekki af hverju gildi arsens hafi haldist hátt frá því að verksmiðjan tók til starfa. „Það losna mengunarefni við áramót og við vitum það alveg,“ segir Sigrún. „Það skýrir ekki það að arsen fer upp nálægt því þegar þeir hefja starfsemi og helst uppi. Það helst nokkuð hátt og línurnar eru ekki að rokka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það við Umhverfisstofnun að verksmiðjunni verði lokað tímabundið á meðan úrbætur verði gerðar svo koma megi í veg fyrir mengun frá verksmiðjuni. Fulltrúar Umhverfisstofnunar funda með bæjarráði Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem farið verður yfir stöðu mála. Sigrún segir að Umhverfisstofnun muni taka erindi bæjarstjórnar um tímabundna lokun verksmiðjunnar til greina. Það hafi þó verið niðurstaðan á fundi með nefnd um sóttvarnir í gær að íbúum væri ekki hætta búin í bráð vegna þeirrar mengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Unnið er nú að óháðri verkfræðilegri úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar en þangað til að slík úttekt fer fram er rekstur fyrirtækisins takmarkaður við rekstur eins ljósbogaofns. Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Við tengjum þetta saman, eins og staðan er í dag. Það er ekkert annað sem við teljum líklegt,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun um hvort leita megi að upptökum arsenmengunar í grennnd við verksmiðju United Silicon í Helguvík víðar en hjá verksmiðjunni. Fyrirtækið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem gerðar voru athugasemdur við fréttaflutning þess efnis að arsenmengun frá verksmiðju fyrirtækisins hafi mælst um tuttugu sinnum meiri en heimild sé fyrir í starfsleyfi verksmiðjunnar. Í tilkynningunni sagði að leita þyrfti að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni í ljósi þess að gildi arsens í sýnum hafi hækkað áður en verksmiðja United Silicon tók til starfa. Þá hafi ríkjandi vindátt staðið að verksmiðjunni en ekki frá auk þess sem að hæsta gildi arsens hafi mælst í lok desember sem kynni að skýrast af notkun flugelda um áramót. Sigrún segir að ljóst sé að gildi arsens hækki áður en að verksmiðjan hafi tekið til starfa en það sem helst hafi verið tengt við það sé uppskipun í tengslum við starfsemi verksmiðjunnar eða prufukeyrsla á búnaði.Ljósbláa línan táknar gildi arsens í loftsýnum á mæli United Silicon við Hólmbergsbraut í Reykjanesbæ, skammt frá verksmiðju United Silicon í Helguvík.Hún segir að Umhverfisstofnun hafi ekki einhvern annan líklega losunaruppsprettu í huga og að útskýring forsvarsmanna United Silicon um að notkun flugelda um áramót geti skýrt hátt gildi arsens í lok desember skýri þó ekki af hverju gildi arsens hafi haldist hátt frá því að verksmiðjan tók til starfa. „Það losna mengunarefni við áramót og við vitum það alveg,“ segir Sigrún. „Það skýrir ekki það að arsen fer upp nálægt því þegar þeir hefja starfsemi og helst uppi. Það helst nokkuð hátt og línurnar eru ekki að rokka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það við Umhverfisstofnun að verksmiðjunni verði lokað tímabundið á meðan úrbætur verði gerðar svo koma megi í veg fyrir mengun frá verksmiðjuni. Fulltrúar Umhverfisstofnunar funda með bæjarráði Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem farið verður yfir stöðu mála. Sigrún segir að Umhverfisstofnun muni taka erindi bæjarstjórnar um tímabundna lokun verksmiðjunnar til greina. Það hafi þó verið niðurstaðan á fundi með nefnd um sóttvarnir í gær að íbúum væri ekki hætta búin í bráð vegna þeirrar mengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Unnið er nú að óháðri verkfræðilegri úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar en þangað til að slík úttekt fer fram er rekstur fyrirtækisins takmarkaður við rekstur eins ljósbogaofns.
Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00
Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31