Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 17:49 Sally Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í tíð Obama. Hún var starfandi dómsmálaráðherra til skamms tíma eftir að Trump tók við. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40