Kári Stefáns hefur ekki haft samband við ofurmömmu íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 10:30 Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira