Halldór Armand gefur út myndband fyrir næstu bók: „Það muna allir eftir 11. september“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2017 13:30 Halldór Armand er höfundur bókarinnar Aftur & Aftur. Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu. Bókmenntir Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu.
Bókmenntir Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira