Bendtner sér um að gera Rosenborg að meisturum í fjarveru Matthíasar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 16:30 Nicklas Bendtner skorar allstaðar þessa dagana lika með danska landsliðinu. Vísir/Getty Danski framherjinn hefur heldur betur tekið upp hanskann fyrir okkar mann eftir að Matthías Vilhjálmsson meiddist og missti af restinni af tímabilinu. Nicklas Bendtner er á góðri leið með að gera Rosenborg liðið að norskum meisturum og gæti tryggt sér markakóngstitilinn í leiðinni. Matthías Vilhjálmsson hefur ekkert spilað með Rosenborg frá því í lok ágúst. Hann var þá búinn að skora 15 mörk og gefa 6 stoðsendingar í 23 leikjum í deild og bikar. Nicklas Bendtner var á sama tíma „aðeins“ kominn með 9 mörk og 1 stoðsendingu í 21 leik í deild og bikar. Matthías var þannig sex marka forskot á Danann þrátt fyrir að spila færri mínútur. Rosenborg þurfti að fá meira frá Nicklas Bendtner eftir að Matthías datt út og það er óhætt að segja að sá danski hafi skilað sínu og gott betur. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Brann um helgina. Hann er þar með kominn með 8 mörk í 6 leikjum síðan að Matthías meiddist. Rosenborg hefur tekið 16 af 18 stigum í boði í þessum leikjum sínum í september og október. Nicklas Bendtner er nú kominn með 17 mörk í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er orðinn markahæstur ásamt Ohi Omoijuanfo hjá Stabæk. Björn Bergmann Sigurðarson er þriðji markahæstur með þrettán mörk en hann hefur misst úr leiki að undanförnu vegna að meiðsla. Rosenborg er með tíu stiga forskot á Björn Bergmann og félaga í Molde þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Markatalan er líka mun betri eða +37 á móti +14. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Danski framherjinn hefur heldur betur tekið upp hanskann fyrir okkar mann eftir að Matthías Vilhjálmsson meiddist og missti af restinni af tímabilinu. Nicklas Bendtner er á góðri leið með að gera Rosenborg liðið að norskum meisturum og gæti tryggt sér markakóngstitilinn í leiðinni. Matthías Vilhjálmsson hefur ekkert spilað með Rosenborg frá því í lok ágúst. Hann var þá búinn að skora 15 mörk og gefa 6 stoðsendingar í 23 leikjum í deild og bikar. Nicklas Bendtner var á sama tíma „aðeins“ kominn með 9 mörk og 1 stoðsendingu í 21 leik í deild og bikar. Matthías var þannig sex marka forskot á Danann þrátt fyrir að spila færri mínútur. Rosenborg þurfti að fá meira frá Nicklas Bendtner eftir að Matthías datt út og það er óhætt að segja að sá danski hafi skilað sínu og gott betur. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Brann um helgina. Hann er þar með kominn með 8 mörk í 6 leikjum síðan að Matthías meiddist. Rosenborg hefur tekið 16 af 18 stigum í boði í þessum leikjum sínum í september og október. Nicklas Bendtner er nú kominn með 17 mörk í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er orðinn markahæstur ásamt Ohi Omoijuanfo hjá Stabæk. Björn Bergmann Sigurðarson er þriðji markahæstur með þrettán mörk en hann hefur misst úr leiki að undanförnu vegna að meiðsla. Rosenborg er með tíu stiga forskot á Björn Bergmann og félaga í Molde þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Markatalan er líka mun betri eða +37 á móti +14.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira