Áhugavert að skjóta mig í fótinn og sjá hvað gerist Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2017 10:30 Þeir félagar Markús og Ragnar hafa verið önnum kafnir í vikunni við að setja upp sýninguna í Hafnarhúsinu. Vísir/Eyþór Á laugardaginn verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar undir heitinu Guð, hvað mér líður illa. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson en kynni hans og listamannsins má rekja allt aftur til þess tíma þegar þeir voru saman í Listaháskóla Íslands.Skoðun á list Hafnarhúsið er allt lagt undir þessa viðamiklu sýningu en Markús segir að það hafi ekki veitt af þar sem höfundarverk Ragnars er æði viðamikið. „Það er loksins komið að því að sýna verk Ragnars í safni á Íslandi þar sem tekið er á meira en einu verki. Hann er búinn að vera sérstaklega afkastamikill síðustu ár og gera verk af þeirri stærðargráðu að þau fylla heilu sýningarsalina. Þannig að ef maður ætlar að stilla saman nokkrum veigamiklum verkum þá er maður strax kominn með allt húsið,“ segir Markús og leggur áherslu á að markmið sýningarinnar sé að sýna ákveðið samtal á milli verkanna og á milli tímabila. „Elsta verkið er frá 2004 þar sem við erum komin með ákveðna tóna sem síðan endurtaka sig í seinni tíma verkum. Það er áhugavert að bera þetta saman og hugmyndin er að fólk geti fengið góða innsýn í ferilinn og þennan hugarheim. Þar erum við að skoða þessi ólíku listform sem smitast inn í verkin og því reynum við að tæpa á verkum með tónlist, leiklist, bókmenntum og kvikmyndagerð og fáum þessar ólíku víddir sem Ragnar hefur verið að rannsaka. Myndlistin heldur utan um þetta allt saman en þetta er skoðun á listinni. Hvaða fyrirbæri er listin í mannlegri hegðun, að skapa list og að njóta hennar? Mér finnst Ragnar vera að skoða alla þessa þætti á mismunandi máta í hverju verki.“„Þetta er eitthvað sem kemur úr umræðum á kaffistofunni í skólanum þegar ég var kannski að segja að ég vissi ekki hvað ég væri. Vissi bara að ég væri svo mikill póser. Og ég man að Markús hvatti mig áfram í því og sagði að það væri áhugavert,“ segir Ragnar.Yfirlýsingar einstaklingaTvær síðustu sýningar Ragnars, sín hvorum megin Atlantsála, voru stórar yfirlitssýningar en Ragnar segir þær mjög ólíkar þeirri sem nú er að koma í Hafnarhúsið. „Núna er Markús sýningarstjóri og þetta er öðruvísi nálgun. Hér erum við meira með verk sem eru í samræðu um listina á meðan hinar sýningarnar voru hefðbundnari yfirlitsýningar. Ég er á því að það sé skýrari tónn í þessari sýningu,“ segir Ragnar. Þeir félagar hafa oft unnið saman í gegnum tíðina en Markús segir að vægi sýningarstjórans í stórri sýningu á borð við þessa sé mismikið. „Í þessu tilviki stöndum við frammi fyrir því að við höfum þekkst lengi og fyrir vikið hefur maður kannski öðruvísi sýn sem gagnast að einhverju leyti. Að sama skapi eru verk Ragnars það opin að það er endalaust hægt að skoða þau frá ólíkum sjónarhóli. Ég held nú að það hefði hver sem er getað sett þessa sýningu saman með þennan efnivið,“ segir Markús og brosir en Ragnar er ekkert á því að taka undir þetta. „Nei, það er einhver tónn sem Markús hefur alltaf séð í verkunum mínum, eiginlega frá því að við vorum saman í Listaháskólanum. Sem vinur hefur hann hvatt mig áfram í því sem ég er að gera. Að sækja eitthvað, að vera ófeiminn við að leika mér á milli forma og leika mér með þá hugmynd að þetta sé list um listaverkið. Skoða hvað listaverkið er og hvert sé hlutverk listamannsins. Þetta er eitthvað sem kemur úr umræðum á kaffistofunni í skólanum þegar ég var kannski að segja að ég vissi ekki hvað ég væri. Vissi bara að ég væri svo mikill póser. Og ég man að Markús hvatti mig áfram í því og sagði að það væri áhugavert.“ En hver er þá niðurstaðan eða tilgangur listarinnar og listamannsins? „Já, þetta eru stórar spurningar,“ svarar Markús og heldur áfram: „List er einhvers konar tungumál eða angi af mannlegri hegðun sem snýst um að kafa ofan í mannlega tilvist, endurspegla hana og máta. Þetta er einhvers konar hliðarveruleiki þar sem hægt er að leika sér og skoða raunveruleikann. Oft blæðir þarna á milli en lengst af hafa þetta verið aðskildir heimar en síðustu áratugi hefur flæðið orðið meira og er til að mynda algjört hjá Ragnari.“ Ragnar tekur undir þetta og segir að listamaðurinn Ragnar búi til hluti sem eru hans yfirlýsing um heiminn. „Þetta er það sem listamaðurinn gerir. Ég er vissulega hluti af framleiðslunni en ég lít á alla listamenn sem hluta af sinni framleiðslu. Þetta er bara eins og að vera alinn upp við Kjarval, hann er einhvers konar stórt menningarlegt fyrirbæri. Hugmyndir okkar um manninn og verkið renna saman í hausnum á okkur. Þetta finnst mér vera til staðar í gegnum alla listasöguna og þess vegna erum við t.d. alltaf að velta því fyrir okkur hver skrifaði Íslendingasögurnar, vegna þess að verk eru yfirlýsingar frá einstaklingum. Var Laxdæla skrifuð af konu? Það breytir öllu,“ segir Ragnar.Ragnar Kjartansson: Byggingalist og siðferði. Birt með leyfi listamannsins og Luhring Augustine, New York & i8, Reykjavík. Vísir/EyþórAumkunarvert ægivald Markús bendir líka á varðandi þessa umræðu um hlutverk og ekki hlutverk listarinnar að þá komi vel í ljós á þessari sýningu að verk Ragnars sýni og sanni hversu áhrifarík listin getur verið. „Sýnir að hún skiptir miklu máli, getur verið ægivald en líka snúist við og orðið algjörlega aumkunarverð. Þetta er fjöregg sem mannkynið hefur búið til og er með í höndunum. Ragnar er að skoða hversu viðkvæmt þetta fjöregg er. Verkið Stúka Hitlers er gott dæmi um þetta þar sem er verið að fást við einræðisherra sem veit nákvæmlega hvað hann er með í höndunum þegar listin er annars vegar. Mann sem lætur smíða fyrir sig sérstaka stúku inn í leikhúsið þar sem hann speglar leikhús í leikhúsinu og notar listina sem ægivald. Svo fær Ragnar þetta sent frá Helga Björns í Berlín og hrúgar þessu upp sem einhverju drasli. Þá er þetta orðið aumkunarvert. Hver eru mörkin þarna á milli? Það er þessi list. Vídd hennar og möguleikar. Ragnar finnst mér statt og stöðugt benda á þessar víddir sem liggja á milli ægivalds og hins aumkunarverða og hann gerir það þannig að fólk tárast undan þessum verkum. Upplifir þau ákaflega sterkt,“ segir Markús. „Eða þá að maður leikur sér með hið aumkunarverða,“ bætir Ragnar við. „Eins og til að mynda Byggingarlist og siðferði. Gegn risastórum mannlegum harmleik og stórum nístandi átökum þá eru bara einhver ræfilsleg málverk,“ segir Ragnar og vísar til nýrra málverka sem eru á sýningunni og sýna hús ísraelskra landtökumanna í Palestínu. „Þú skýtur sjálfan þig í fótinn mjög oft og bersýnilega,“ bætir Markús við og Ragnar tekur glaðlega undir það. „Já, mér finnst alltaf mjög áhugavert að skjóta mig í fótinn og sjá hvað gerist. Það heillar mig.“Lofgjörð og afhjúpun Markús segir að þegar hann skoði verkin á sýningunni í tímaröð þá séu mörg eldri verkanna ungæðisleg en samt sé þarna skýr þróun. „Ragnar hefur keyrt áfram á innsæi en eftir á að hyggja sér maður að þetta hefur verið á ákveðinni braut. Braut sem er furðulega skýr,“ segir Markús og bætir við að þessi braut hafi tæpast verið svona skýr fyrir tíu árum.“ „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar. „Maður bara fylgir einhverju innsæi og það er mikilvægt því það er það eina sem listamaðurinn hefur. Ekkert annað. Það er eina vegferðin sem ég er á. Að treysta þessu er það eina sem lætur þennan náunga skapa eitthvað sem er einhvers virði.“ En hvað vilja Ragnar og Markús segja með þessari sýningu? „Ég er mjög forvitinn að vita hvað þú segir,“ segir Ragnar og beinir orðum sínum til Markúsar sem segir mikilvægt að það komi fram hvernig verkin virka bæði sem lofgjörð um listina en um leið afhjúpun. „Það er tónn sem mér finnst mikilvægur og spennandi að fá fram. Hægt er að lesa sig í gegnum verkin og þar opnast fyrir manni hverfulleiki listarinnar. Og þegar maður íhugar hana síðan sem endurspeglun alls sem mannlegt er, þá er þar að finna svo margt um hverfulleik sjálfs lífsins og alls sem skiptir máli.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Á laugardaginn verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar undir heitinu Guð, hvað mér líður illa. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson en kynni hans og listamannsins má rekja allt aftur til þess tíma þegar þeir voru saman í Listaháskóla Íslands.Skoðun á list Hafnarhúsið er allt lagt undir þessa viðamiklu sýningu en Markús segir að það hafi ekki veitt af þar sem höfundarverk Ragnars er æði viðamikið. „Það er loksins komið að því að sýna verk Ragnars í safni á Íslandi þar sem tekið er á meira en einu verki. Hann er búinn að vera sérstaklega afkastamikill síðustu ár og gera verk af þeirri stærðargráðu að þau fylla heilu sýningarsalina. Þannig að ef maður ætlar að stilla saman nokkrum veigamiklum verkum þá er maður strax kominn með allt húsið,“ segir Markús og leggur áherslu á að markmið sýningarinnar sé að sýna ákveðið samtal á milli verkanna og á milli tímabila. „Elsta verkið er frá 2004 þar sem við erum komin með ákveðna tóna sem síðan endurtaka sig í seinni tíma verkum. Það er áhugavert að bera þetta saman og hugmyndin er að fólk geti fengið góða innsýn í ferilinn og þennan hugarheim. Þar erum við að skoða þessi ólíku listform sem smitast inn í verkin og því reynum við að tæpa á verkum með tónlist, leiklist, bókmenntum og kvikmyndagerð og fáum þessar ólíku víddir sem Ragnar hefur verið að rannsaka. Myndlistin heldur utan um þetta allt saman en þetta er skoðun á listinni. Hvaða fyrirbæri er listin í mannlegri hegðun, að skapa list og að njóta hennar? Mér finnst Ragnar vera að skoða alla þessa þætti á mismunandi máta í hverju verki.“„Þetta er eitthvað sem kemur úr umræðum á kaffistofunni í skólanum þegar ég var kannski að segja að ég vissi ekki hvað ég væri. Vissi bara að ég væri svo mikill póser. Og ég man að Markús hvatti mig áfram í því og sagði að það væri áhugavert,“ segir Ragnar.Yfirlýsingar einstaklingaTvær síðustu sýningar Ragnars, sín hvorum megin Atlantsála, voru stórar yfirlitssýningar en Ragnar segir þær mjög ólíkar þeirri sem nú er að koma í Hafnarhúsið. „Núna er Markús sýningarstjóri og þetta er öðruvísi nálgun. Hér erum við meira með verk sem eru í samræðu um listina á meðan hinar sýningarnar voru hefðbundnari yfirlitsýningar. Ég er á því að það sé skýrari tónn í þessari sýningu,“ segir Ragnar. Þeir félagar hafa oft unnið saman í gegnum tíðina en Markús segir að vægi sýningarstjórans í stórri sýningu á borð við þessa sé mismikið. „Í þessu tilviki stöndum við frammi fyrir því að við höfum þekkst lengi og fyrir vikið hefur maður kannski öðruvísi sýn sem gagnast að einhverju leyti. Að sama skapi eru verk Ragnars það opin að það er endalaust hægt að skoða þau frá ólíkum sjónarhóli. Ég held nú að það hefði hver sem er getað sett þessa sýningu saman með þennan efnivið,“ segir Markús og brosir en Ragnar er ekkert á því að taka undir þetta. „Nei, það er einhver tónn sem Markús hefur alltaf séð í verkunum mínum, eiginlega frá því að við vorum saman í Listaháskólanum. Sem vinur hefur hann hvatt mig áfram í því sem ég er að gera. Að sækja eitthvað, að vera ófeiminn við að leika mér á milli forma og leika mér með þá hugmynd að þetta sé list um listaverkið. Skoða hvað listaverkið er og hvert sé hlutverk listamannsins. Þetta er eitthvað sem kemur úr umræðum á kaffistofunni í skólanum þegar ég var kannski að segja að ég vissi ekki hvað ég væri. Vissi bara að ég væri svo mikill póser. Og ég man að Markús hvatti mig áfram í því og sagði að það væri áhugavert.“ En hver er þá niðurstaðan eða tilgangur listarinnar og listamannsins? „Já, þetta eru stórar spurningar,“ svarar Markús og heldur áfram: „List er einhvers konar tungumál eða angi af mannlegri hegðun sem snýst um að kafa ofan í mannlega tilvist, endurspegla hana og máta. Þetta er einhvers konar hliðarveruleiki þar sem hægt er að leika sér og skoða raunveruleikann. Oft blæðir þarna á milli en lengst af hafa þetta verið aðskildir heimar en síðustu áratugi hefur flæðið orðið meira og er til að mynda algjört hjá Ragnari.“ Ragnar tekur undir þetta og segir að listamaðurinn Ragnar búi til hluti sem eru hans yfirlýsing um heiminn. „Þetta er það sem listamaðurinn gerir. Ég er vissulega hluti af framleiðslunni en ég lít á alla listamenn sem hluta af sinni framleiðslu. Þetta er bara eins og að vera alinn upp við Kjarval, hann er einhvers konar stórt menningarlegt fyrirbæri. Hugmyndir okkar um manninn og verkið renna saman í hausnum á okkur. Þetta finnst mér vera til staðar í gegnum alla listasöguna og þess vegna erum við t.d. alltaf að velta því fyrir okkur hver skrifaði Íslendingasögurnar, vegna þess að verk eru yfirlýsingar frá einstaklingum. Var Laxdæla skrifuð af konu? Það breytir öllu,“ segir Ragnar.Ragnar Kjartansson: Byggingalist og siðferði. Birt með leyfi listamannsins og Luhring Augustine, New York & i8, Reykjavík. Vísir/EyþórAumkunarvert ægivald Markús bendir líka á varðandi þessa umræðu um hlutverk og ekki hlutverk listarinnar að þá komi vel í ljós á þessari sýningu að verk Ragnars sýni og sanni hversu áhrifarík listin getur verið. „Sýnir að hún skiptir miklu máli, getur verið ægivald en líka snúist við og orðið algjörlega aumkunarverð. Þetta er fjöregg sem mannkynið hefur búið til og er með í höndunum. Ragnar er að skoða hversu viðkvæmt þetta fjöregg er. Verkið Stúka Hitlers er gott dæmi um þetta þar sem er verið að fást við einræðisherra sem veit nákvæmlega hvað hann er með í höndunum þegar listin er annars vegar. Mann sem lætur smíða fyrir sig sérstaka stúku inn í leikhúsið þar sem hann speglar leikhús í leikhúsinu og notar listina sem ægivald. Svo fær Ragnar þetta sent frá Helga Björns í Berlín og hrúgar þessu upp sem einhverju drasli. Þá er þetta orðið aumkunarvert. Hver eru mörkin þarna á milli? Það er þessi list. Vídd hennar og möguleikar. Ragnar finnst mér statt og stöðugt benda á þessar víddir sem liggja á milli ægivalds og hins aumkunarverða og hann gerir það þannig að fólk tárast undan þessum verkum. Upplifir þau ákaflega sterkt,“ segir Markús. „Eða þá að maður leikur sér með hið aumkunarverða,“ bætir Ragnar við. „Eins og til að mynda Byggingarlist og siðferði. Gegn risastórum mannlegum harmleik og stórum nístandi átökum þá eru bara einhver ræfilsleg málverk,“ segir Ragnar og vísar til nýrra málverka sem eru á sýningunni og sýna hús ísraelskra landtökumanna í Palestínu. „Þú skýtur sjálfan þig í fótinn mjög oft og bersýnilega,“ bætir Markús við og Ragnar tekur glaðlega undir það. „Já, mér finnst alltaf mjög áhugavert að skjóta mig í fótinn og sjá hvað gerist. Það heillar mig.“Lofgjörð og afhjúpun Markús segir að þegar hann skoði verkin á sýningunni í tímaröð þá séu mörg eldri verkanna ungæðisleg en samt sé þarna skýr þróun. „Ragnar hefur keyrt áfram á innsæi en eftir á að hyggja sér maður að þetta hefur verið á ákveðinni braut. Braut sem er furðulega skýr,“ segir Markús og bætir við að þessi braut hafi tæpast verið svona skýr fyrir tíu árum.“ „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar. „Maður bara fylgir einhverju innsæi og það er mikilvægt því það er það eina sem listamaðurinn hefur. Ekkert annað. Það er eina vegferðin sem ég er á. Að treysta þessu er það eina sem lætur þennan náunga skapa eitthvað sem er einhvers virði.“ En hvað vilja Ragnar og Markús segja með þessari sýningu? „Ég er mjög forvitinn að vita hvað þú segir,“ segir Ragnar og beinir orðum sínum til Markúsar sem segir mikilvægt að það komi fram hvernig verkin virka bæði sem lofgjörð um listina en um leið afhjúpun. „Það er tónn sem mér finnst mikilvægur og spennandi að fá fram. Hægt er að lesa sig í gegnum verkin og þar opnast fyrir manni hverfulleiki listarinnar. Og þegar maður íhugar hana síðan sem endurspeglun alls sem mannlegt er, þá er þar að finna svo margt um hverfulleik sjálfs lífsins og alls sem skiptir máli.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira