Misvægið hefur aukist um 140 prósent á fimm árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Bankarnir hafa mikla fjárhagslega hagsmuni af því að verðbólga aukist. Samsett mynd/Vilhelm Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira