Misvægið hefur aukist um 140 prósent á fimm árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Bankarnir hafa mikla fjárhagslega hagsmuni af því að verðbólga aukist. Samsett mynd/Vilhelm Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira