Ein allra áhugaverðasta Tosca sem ég hef sungið Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2017 10:00 Claire Rutter, óperusöngkona, er full eftirvæntingar að flytja Toscu fyrir íslenska áhorfendur í kvöld. Visir/Ernir Þetta er besta græna herbergi heimi,“ segir enska óperusöngkonan Claire Rutter og horfir yfir úfið hafið og bætir við. „Mér líður eins og ég sé í hafinu sjálfu og það er engu líkt,“ og er greinilega heilluð af útsýninu fyrir utan gluggana í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir í kvöld eina vinsælustu óperu allra tíma, Toscu eftir Giacomo Puccini, þar sem Claire Rutter fer með samnefnt aðalhlutverk. Önnur einsöngshlutverk eru í höndum Kristjáns Jóhannssonar, Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, Ágústs Ólafssonar, Bergþórs Pálssonar, Þorsteins Freys Sigurðssonar, Fjölnis Ólafssonar og Sigurbjarts Sturlu Atlasonar. Leikstjórn er í höndum Greg Eldridge en hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. En nú sest Claire Rutter með bakið í höfnina en sjórinn er enn í huga hennar. „Upprunalega er ég frá Newcastle, fædd í bænum South Shields, þannig að sjávarsíðan stendur mér nærri. Móðurættin mín er svo frá Shetlandseyjum og Færeyjum, þannig að ég finn fyrir tengingu við bæði Ísland og fólkið. Og það sem gleður mig allra mest er að Íslendingar eru með sama húmor og ég og fólkið mitt.“Stóra ástin „Ég byrjaði að syngja þegar ég var 12 ára gömul þegar móðir mín fór með mig í leikhús þar sem vantaði fleiri krakka í kórinn við látbragðssýningu. Ég sagði að ég gæti hvorki leikið né sungið en væri alveg til í að koma með þrátt fyrir það og þarna komst ég að því að ég gat alveg sungið. Í framhaldinu fór ég að sækja söngtíma og tók svo þátt í Gilbert og Sullivan uppfærslu, G&S eins og við köllum það heima og það var þar sem ég byrjaði fyrir alvöru,“ segir hún og brosir við tilhugsunina. Claire Rutter stundaði síðan söngnám við Guildhall School of Music and Drama í ein sjö ár en skyldi hún hafa vitað það snemma að óperusöngurinn yrði hennar viðfangsefni? „Já, algjörlega, ég var fjórtán ára þegar ég tók þá ákvörðun. Ég ákvað reyndar þá að ég ætlaði að syngja Toscu eftir að ég heyrði upptöku af Renötu Scotto syngja þetta dásamlega hlutverk. Þá vissi ég reyndar ekki hvort ég væri með rödd sem hæfði Toscu en ég vonaði það svo innilega, enda var þetta þegar ég varð ástfangin af óperunni.“ En hvers vegna óperusöngur, var það alltaf draumurinn? „Nei, hreint ekki, fyrst ætlaði ég mér að vera í söngleikjatónlistinni, syngja West Side Story og My Fair Lady, en svo var mér sagt að ég væri með óperurödd. Röddin var orðin þannig strax á táningsárunum að kennararnir heyrðu að ég hljómaði eins og óperu- en ekki söngleikjasöngkona. Það er í raun ótrúlega mikill munur á þessu tvennu og þó svo að það séu stöku hlutverk söngleikjamegin sem ég gæti sungið þá er þetta allt önnur ögun og ólík tækni þar sem er notast við hljóðnema sem er ekki í óperuheiminum. Ég elska samt að fara í leikhúsið og sjá góðar söngleikjauppfærslur en óperan er stóra ástin.“Visir/ErnirMeð James Bond Claire Rutter segir að hún hafi verið afar heppin að loknu námi og að þaðan hafi leiðin legið í The National Opera Studio en á námsárunum hafi hún verið til vara í nokkrum óperuhlutverkum. „Ég var svo heppin að af þeim fjórum hlutverkum þar sem ég var til vara þá kom til þess að ég fékk að syngja þrjú þeirra. Það allra besta fyrir ungan söngvara er að sjást á sviðinu og sumir lenda í því að vera alltaf til vara en koma aldrei fram og það jafnvel árum saman. Í eitt skiptið var ég í hlutverki Alice Ford í Falstaff á Edinborgarhátíðinni og stjórnandinn, sir Richard Armstrong, heyrði mig syngja og réði mig í framhaldinu til þriggja ára við The Scottish Opera.“ Ferill Claire Rutter hefur vissulega verið glæsilegur allt síðan þá. Hún hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, m.a. við óperuna í Dallas þar sem hún var tilnefnd til Mariu Callas verðlaunanna fyrir túlkun sína á Fiordiligi í Cosi fan tutte. Tosca hefur þó lengi verið eitt af hennar helstu hlutverkum og hún segir að þetta sterka samband hennar við þetta hlutverk snúist ekki einvörðungu um tónlistina. „Það er sú staðreynd að maður verður að vera jafn fær sem leikkona og söngkona til þess að takast á við þetta hlutverk. Þegar ég byrjaði að syngja þá lagði ég mikla áherslu á leiklistina og seinna tók ég mér reyndar árs frí frá söngnum og einbeitti mér að því að leika. Mig langaði til þess að vita hvernig það væri að vinna í sjónvarpi en svo sneri ég mér aftur að söngnum. Ég reyndar valdi mér skóla út frá því að geta lært hvort tveggja því þarna er afskaplega góð leiklistardeild og ég útskrifaðist þaðan 1998 með Daniel Craig, James Bond sjálfum, sem er mín besta atlaga að heimsfrægðinni,“ bætir hún við og skellihlær.Kristján Jóhannsson og Claire Rutter í hlutverkum sínum í Toscu Íslensku óperunnar.Einstök uppfærsla Um hlutverkið sjálft segir hún: „Tosca er ástríðufull og kærleiksrík. Trygglynd og afbrýðissöm. Sterk kona sem ég finn til samsvörunar með og nýt þess að takast á við.“ En hvernig er að fara með sama hlutverkið á milli uppfærslna þar sem er stundum mikill áherslumunur á milli leikstjóra og hljómsveitarstjóra? „Að syngja Toscu er nánast fastmótað. Áherslur hljómsveitarstjóra varðandi hraða og styrk breyta í sjálfu sér ekki svo miklu hvað það varðar. En það sem nýr leikstjóri kemur með snýst um annað. Í þessu tilviki hér erum við með ungan og gríðarlega hæfileikaríkan leikstjóra, Greg Eldridge, sem hefur fengið mig til þess að velta Toscu meira fyrir mér en nokkru sinni áður. Greg gefur okkur frelsi og við leggjum áherslu á tilfinningaþáttinn og mögulega er þetta áhugaverðasta Tosca sem ég hef sungið á ferlinum. Greg er hæfileikaríkur og spennandi leikstjóri sem ég held að eigi eftir að ná langt. Ég held að íslensku áhorfendurnir geti leyft sér að hlakka til því að uppfærslan hér er einstök. Ég er líka þakklát fyrir að hafa unnið hér með dásamlegum kollegum því það gefur manni svo mikið. Kristján Jóhannsson kemur með alla sína reynslu, þekkingu og persónutöfra en er líka opinn fyrir hugmyndum og að þróa þetta áfram. Óli er líka yndislegur og í raun alltof góð manneskja til þess að syngja Scarpia en hann syngur einn allra fallegasta Scarpia sem ég hef heyrt. Það besta er að við erum öll samstíga í því að tónlistin og tilfinningarnar eru kjarninn í því sem við erum að gera og ég vona alveg heitt og innilega að íslensku áhorfendurnir eigi eftir að njóta sýningarinnar til fulls. Ef ég finn sanna ánægju koma frá salnum þá gefur það því sem maður er að gera gildi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þetta er besta græna herbergi heimi,“ segir enska óperusöngkonan Claire Rutter og horfir yfir úfið hafið og bætir við. „Mér líður eins og ég sé í hafinu sjálfu og það er engu líkt,“ og er greinilega heilluð af útsýninu fyrir utan gluggana í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir í kvöld eina vinsælustu óperu allra tíma, Toscu eftir Giacomo Puccini, þar sem Claire Rutter fer með samnefnt aðalhlutverk. Önnur einsöngshlutverk eru í höndum Kristjáns Jóhannssonar, Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, Ágústs Ólafssonar, Bergþórs Pálssonar, Þorsteins Freys Sigurðssonar, Fjölnis Ólafssonar og Sigurbjarts Sturlu Atlasonar. Leikstjórn er í höndum Greg Eldridge en hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. En nú sest Claire Rutter með bakið í höfnina en sjórinn er enn í huga hennar. „Upprunalega er ég frá Newcastle, fædd í bænum South Shields, þannig að sjávarsíðan stendur mér nærri. Móðurættin mín er svo frá Shetlandseyjum og Færeyjum, þannig að ég finn fyrir tengingu við bæði Ísland og fólkið. Og það sem gleður mig allra mest er að Íslendingar eru með sama húmor og ég og fólkið mitt.“Stóra ástin „Ég byrjaði að syngja þegar ég var 12 ára gömul þegar móðir mín fór með mig í leikhús þar sem vantaði fleiri krakka í kórinn við látbragðssýningu. Ég sagði að ég gæti hvorki leikið né sungið en væri alveg til í að koma með þrátt fyrir það og þarna komst ég að því að ég gat alveg sungið. Í framhaldinu fór ég að sækja söngtíma og tók svo þátt í Gilbert og Sullivan uppfærslu, G&S eins og við köllum það heima og það var þar sem ég byrjaði fyrir alvöru,“ segir hún og brosir við tilhugsunina. Claire Rutter stundaði síðan söngnám við Guildhall School of Music and Drama í ein sjö ár en skyldi hún hafa vitað það snemma að óperusöngurinn yrði hennar viðfangsefni? „Já, algjörlega, ég var fjórtán ára þegar ég tók þá ákvörðun. Ég ákvað reyndar þá að ég ætlaði að syngja Toscu eftir að ég heyrði upptöku af Renötu Scotto syngja þetta dásamlega hlutverk. Þá vissi ég reyndar ekki hvort ég væri með rödd sem hæfði Toscu en ég vonaði það svo innilega, enda var þetta þegar ég varð ástfangin af óperunni.“ En hvers vegna óperusöngur, var það alltaf draumurinn? „Nei, hreint ekki, fyrst ætlaði ég mér að vera í söngleikjatónlistinni, syngja West Side Story og My Fair Lady, en svo var mér sagt að ég væri með óperurödd. Röddin var orðin þannig strax á táningsárunum að kennararnir heyrðu að ég hljómaði eins og óperu- en ekki söngleikjasöngkona. Það er í raun ótrúlega mikill munur á þessu tvennu og þó svo að það séu stöku hlutverk söngleikjamegin sem ég gæti sungið þá er þetta allt önnur ögun og ólík tækni þar sem er notast við hljóðnema sem er ekki í óperuheiminum. Ég elska samt að fara í leikhúsið og sjá góðar söngleikjauppfærslur en óperan er stóra ástin.“Visir/ErnirMeð James Bond Claire Rutter segir að hún hafi verið afar heppin að loknu námi og að þaðan hafi leiðin legið í The National Opera Studio en á námsárunum hafi hún verið til vara í nokkrum óperuhlutverkum. „Ég var svo heppin að af þeim fjórum hlutverkum þar sem ég var til vara þá kom til þess að ég fékk að syngja þrjú þeirra. Það allra besta fyrir ungan söngvara er að sjást á sviðinu og sumir lenda í því að vera alltaf til vara en koma aldrei fram og það jafnvel árum saman. Í eitt skiptið var ég í hlutverki Alice Ford í Falstaff á Edinborgarhátíðinni og stjórnandinn, sir Richard Armstrong, heyrði mig syngja og réði mig í framhaldinu til þriggja ára við The Scottish Opera.“ Ferill Claire Rutter hefur vissulega verið glæsilegur allt síðan þá. Hún hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, m.a. við óperuna í Dallas þar sem hún var tilnefnd til Mariu Callas verðlaunanna fyrir túlkun sína á Fiordiligi í Cosi fan tutte. Tosca hefur þó lengi verið eitt af hennar helstu hlutverkum og hún segir að þetta sterka samband hennar við þetta hlutverk snúist ekki einvörðungu um tónlistina. „Það er sú staðreynd að maður verður að vera jafn fær sem leikkona og söngkona til þess að takast á við þetta hlutverk. Þegar ég byrjaði að syngja þá lagði ég mikla áherslu á leiklistina og seinna tók ég mér reyndar árs frí frá söngnum og einbeitti mér að því að leika. Mig langaði til þess að vita hvernig það væri að vinna í sjónvarpi en svo sneri ég mér aftur að söngnum. Ég reyndar valdi mér skóla út frá því að geta lært hvort tveggja því þarna er afskaplega góð leiklistardeild og ég útskrifaðist þaðan 1998 með Daniel Craig, James Bond sjálfum, sem er mín besta atlaga að heimsfrægðinni,“ bætir hún við og skellihlær.Kristján Jóhannsson og Claire Rutter í hlutverkum sínum í Toscu Íslensku óperunnar.Einstök uppfærsla Um hlutverkið sjálft segir hún: „Tosca er ástríðufull og kærleiksrík. Trygglynd og afbrýðissöm. Sterk kona sem ég finn til samsvörunar með og nýt þess að takast á við.“ En hvernig er að fara með sama hlutverkið á milli uppfærslna þar sem er stundum mikill áherslumunur á milli leikstjóra og hljómsveitarstjóra? „Að syngja Toscu er nánast fastmótað. Áherslur hljómsveitarstjóra varðandi hraða og styrk breyta í sjálfu sér ekki svo miklu hvað það varðar. En það sem nýr leikstjóri kemur með snýst um annað. Í þessu tilviki hér erum við með ungan og gríðarlega hæfileikaríkan leikstjóra, Greg Eldridge, sem hefur fengið mig til þess að velta Toscu meira fyrir mér en nokkru sinni áður. Greg gefur okkur frelsi og við leggjum áherslu á tilfinningaþáttinn og mögulega er þetta áhugaverðasta Tosca sem ég hef sungið á ferlinum. Greg er hæfileikaríkur og spennandi leikstjóri sem ég held að eigi eftir að ná langt. Ég held að íslensku áhorfendurnir geti leyft sér að hlakka til því að uppfærslan hér er einstök. Ég er líka þakklát fyrir að hafa unnið hér með dásamlegum kollegum því það gefur manni svo mikið. Kristján Jóhannsson kemur með alla sína reynslu, þekkingu og persónutöfra en er líka opinn fyrir hugmyndum og að þróa þetta áfram. Óli er líka yndislegur og í raun alltof góð manneskja til þess að syngja Scarpia en hann syngur einn allra fallegasta Scarpia sem ég hef heyrt. Það besta er að við erum öll samstíga í því að tónlistin og tilfinningarnar eru kjarninn í því sem við erum að gera og ég vona alveg heitt og innilega að íslensku áhorfendurnir eigi eftir að njóta sýningarinnar til fulls. Ef ég finn sanna ánægju koma frá salnum þá gefur það því sem maður er að gera gildi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira