Óðinn á fullu á Fjóni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson. EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson.
EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða