Goal Indonesia fótboltafréttavefurinn í Indónesíu er hinsvegar á villigötum þegar hann auglýsir leikina við íslenska landsliðið sem munu fara fram 11. og 14. janúar 2018.
Gylfi Þór Sigurðsson er frægasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og kannski ekkert skrýtið að mynd af honum sem á auglýsingunni.
RESMI: Januari 2018, Timnas Indonesia Jamu Islandia - https://t.co/P6fFxoRMozpic.twitter.com/MUlFdNr2lH
— Goal Indonesia (@GOAL_ID) December 6, 2017
Leikdagarnir í janúarmánuði eru ekki alþjóðlegir landsleikjadagar og því munu margir íslenskir landsliðsmenn ekki taka þátt í þeim. Íslenska knattspyrnusambandið má ekki kalla á þá.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mun velja hópinn sinn úr leikmönnum á Íslandi og á Norðurlöndum. Hann ætlar eflaust að nota leikina til að auka breiddina í landsliðsmannamengi íslenska liðsins.