Aldrei fleiri listamenn á heiðurslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 14:45 Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Gunnar Þórðarson tónlistarmaður koma ný inn á lista listamanna á heiðurslaunum. Vísir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 25 listamenn fái heiðurslaun samkvæmt ákvörðun þingsins. Um er að ræða árlega breytingartillögu nefndarinnar sem tilefnir ár hvert allt að 25 listamenn til heiðurslauna. 23 listamenn þáðu heiðurslaunin í fyrra. Tvö þeirra sem voru tilnefnd til launanna fyrir ári féllu frá á liðnu ári. Jórunn Viðar tónskáld og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Lagt er til að veita tíu milljónum krónum aukalega í menningarsjóð frá því sem var í fyrra vegna fjölgunar listamanna á heiðurslaunum. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80 prósent af starfslaunum. Í lögum um heiðurslaun segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Taka skuli tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Fimmtán karlar eru á listanum og tíu konur. Eftirtaldir listamenn verða á heiðurslaunum árið 2018 verði tillaga nefndarinnar samþykkt á Alþingi, venju samkvæmt. 1. Atli Heimir Sveinsson 2. Erró 3. Guðbergur Bergsson 4. Guðrún Ásmundsdóttir 5. Guðrún Helgadóttir 6. Gunnar Þórðarson 7. Hannes Pétursson 8. Hreinn Friðfinnsson 9. Jóhann Hjálmarsson 10. Jón Nordal 11. Jón Sigurbjörnsson 12. Jónas Ingimundarson 13. Kristbjörg Kjeld 14. Kristín Jóhannesdóttir 15. Magnús Pálsson 16. Matthías Johannessen 17. Megas 18. Steina Vasulka 19. Vigdís Grímsdóttir 20. Vilborg Dagbjartsdóttir 21. Þorbjörg Höskuldsdóttir 22. Þorgerður Ingólfsdóttir 23. Þorsteinn frá Hamri 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir Menning Tengdar fréttir Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27 23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49 Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 25 listamenn fái heiðurslaun samkvæmt ákvörðun þingsins. Um er að ræða árlega breytingartillögu nefndarinnar sem tilefnir ár hvert allt að 25 listamenn til heiðurslauna. 23 listamenn þáðu heiðurslaunin í fyrra. Tvö þeirra sem voru tilnefnd til launanna fyrir ári féllu frá á liðnu ári. Jórunn Viðar tónskáld og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Lagt er til að veita tíu milljónum krónum aukalega í menningarsjóð frá því sem var í fyrra vegna fjölgunar listamanna á heiðurslaunum. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80 prósent af starfslaunum. Í lögum um heiðurslaun segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Taka skuli tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Fimmtán karlar eru á listanum og tíu konur. Eftirtaldir listamenn verða á heiðurslaunum árið 2018 verði tillaga nefndarinnar samþykkt á Alþingi, venju samkvæmt. 1. Atli Heimir Sveinsson 2. Erró 3. Guðbergur Bergsson 4. Guðrún Ásmundsdóttir 5. Guðrún Helgadóttir 6. Gunnar Þórðarson 7. Hannes Pétursson 8. Hreinn Friðfinnsson 9. Jóhann Hjálmarsson 10. Jón Nordal 11. Jón Sigurbjörnsson 12. Jónas Ingimundarson 13. Kristbjörg Kjeld 14. Kristín Jóhannesdóttir 15. Magnús Pálsson 16. Matthías Johannessen 17. Megas 18. Steina Vasulka 19. Vigdís Grímsdóttir 20. Vilborg Dagbjartsdóttir 21. Þorbjörg Höskuldsdóttir 22. Þorgerður Ingólfsdóttir 23. Þorsteinn frá Hamri 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
Menning Tengdar fréttir Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27 23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49 Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27
23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49
Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29