UFC fær mikla gagnrýni: „Endar með því að Stallone mæti Kim Kardashian“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 13:45 Kim Kardashian gæti lent í basli með Rocky. vísir/getty „Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia. MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
„Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti