Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 20:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi nú rétt í þessu. Hann gerði að sérstöku umtalsefni stöðuna á vinnumarkaði en fjöldi kjarasamninga er nú laus, meðal annars gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins. Síðar í haust renna svo meðal annars út kjarasamningar framhaldsskólakennara við íslenska ríkið og kjarasamningur grunnskólakennara við sveitarfélögin. Við lok næsta árs losna síðan 78 kjarasamningar til viðbótar og skömmu síðar, eða þann 31. mars 2019, renna 146 kjarasamningar út. Það er því ljóst að kjaraviðræður munu verða nokkuð fyrirferðamiklar á kjörtímabilinu og því ekki að undra að forsætisráðherra hafi gert þær að umtalsefni. Bjarni sagði að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. „Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki. Vítin til að varast eru svo mörg að það er ótrúlegt að við skulum leyfa okkur að halda uppteknum hætti. Áttundi og níundi áratugurinn voru samfelld sorgarsaga víxlhækkana launa og verðlags. Þjóðarsáttarsamningarnir leiddu til betri vinnubragða og verðbólga var lítil en engu að síður hækkuðu laun og verðlag umtalsvert meira en hjá viðskiptaþjóðum okkar. Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli,“ sagði forsætisráðherra.Frá mótmælum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í verkföllunum 2015. Gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins losnaði í lok ágúst og eru samningaviðræður framundan. Vísir/PjeturSagði engan vísi að samkomulagi aðila á vinnumarkaði Bjarni sagði það grundvallaratriði í kjaraviðræðum í nágrannalöndunum að samtalið hæfist á því að aðilar sammæltust um hve mikið laun geti hækkað heilt yfir svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. „Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK-samkomulagið og lýsa yfir andláti þess. Í upphafi þeirrar kjaralotu sem við vitum að er er framundan þá hefur ríkisstjórnin hefur óskað eftir samstöðu við opinber stéttarfélög um sterkan kaupmátt. Í því felst meðal annars hvernig ríkið getur laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk, til dæmis með skoðun á vinnutilhögun og öðrum þáttum í vinnuumhverfi sem skipta launþega sífellt meira máli. Í þessu felast tækifæri til bættra lífskjara. Framundan eru mikilvægir samningar á vinnumarkaði, það gera sér allir grein fyrir þessu, og allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Augljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétturinn til að semja ekki er líka mjög vandmeðfarinn.“ Bjarni sagði síðan að þegar farið væri út af sporinu í kjaraviðræðum þá færi af stað samkvæmisleikur sem mætti kalla „Hver er sökudólgurinn?“Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en fyrir skömmu kynnti ASÍ nýja skýrslu um skattbyrði mismunandi tekjuhópa í samfélaginu. Skýrslan sýndi að skattbyrði tekjulægsta hópsins hefur aukist mest en Bjarni gerði skýrsluna að umtalsefni í ræðu sinni.vísir/vilhelm„Kjörin hafa stórbatnað“ „En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni. Leitin að sökudólgnum beinir sjónum frá aðalatriðinu sem er að vinnumarkaðslíkanið á Íslandi er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, lítil samvinna til staðar og skipulagið í kjaraviðræðum er tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu. Það hvað okkur hefur lítið miðað áfram undanfarna áratugi við að bæta úr þessu, það er stærsti einstaki veikleiki íslenskra efnahagsmála um þessar mundir,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra gerði einnig að umtalsefni nýlega skýrslu ASÍ um skattbyrði mismunandi tekjuhópa í samfélaginu en skýrslan leiddi í ljós að skattbyrðin hefur aukist mest hjá þeim tekjulægstu. Bjarni sagði að þó að þetta kunni að vera rétt þá segði annað sjónarhorn meiri sögu. „Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði. Frá árinu 1998 hafa ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lágmarkslaunum með tvö börn hækkað um það bil um þriðjung á föstu verðlagi. Það er sem sagt mun auðveldara að framfleyta sér í dag en það var árið 1998, jafnvel þó hægt sé að sýna fram á að skattbyrði einstakra hópa hafi aukist. Ég leyfi mér að benda á þetta því það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðisprósentur - heldur þær krónur sem það hefur milli handanna. Krónunum hefur líka fjölgað. Kjörin hafa stórbatnað. Og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi nú rétt í þessu. Hann gerði að sérstöku umtalsefni stöðuna á vinnumarkaði en fjöldi kjarasamninga er nú laus, meðal annars gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins. Síðar í haust renna svo meðal annars út kjarasamningar framhaldsskólakennara við íslenska ríkið og kjarasamningur grunnskólakennara við sveitarfélögin. Við lok næsta árs losna síðan 78 kjarasamningar til viðbótar og skömmu síðar, eða þann 31. mars 2019, renna 146 kjarasamningar út. Það er því ljóst að kjaraviðræður munu verða nokkuð fyrirferðamiklar á kjörtímabilinu og því ekki að undra að forsætisráðherra hafi gert þær að umtalsefni. Bjarni sagði að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. „Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki. Vítin til að varast eru svo mörg að það er ótrúlegt að við skulum leyfa okkur að halda uppteknum hætti. Áttundi og níundi áratugurinn voru samfelld sorgarsaga víxlhækkana launa og verðlags. Þjóðarsáttarsamningarnir leiddu til betri vinnubragða og verðbólga var lítil en engu að síður hækkuðu laun og verðlag umtalsvert meira en hjá viðskiptaþjóðum okkar. Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli,“ sagði forsætisráðherra.Frá mótmælum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í verkföllunum 2015. Gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins losnaði í lok ágúst og eru samningaviðræður framundan. Vísir/PjeturSagði engan vísi að samkomulagi aðila á vinnumarkaði Bjarni sagði það grundvallaratriði í kjaraviðræðum í nágrannalöndunum að samtalið hæfist á því að aðilar sammæltust um hve mikið laun geti hækkað heilt yfir svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. „Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK-samkomulagið og lýsa yfir andláti þess. Í upphafi þeirrar kjaralotu sem við vitum að er er framundan þá hefur ríkisstjórnin hefur óskað eftir samstöðu við opinber stéttarfélög um sterkan kaupmátt. Í því felst meðal annars hvernig ríkið getur laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk, til dæmis með skoðun á vinnutilhögun og öðrum þáttum í vinnuumhverfi sem skipta launþega sífellt meira máli. Í þessu felast tækifæri til bættra lífskjara. Framundan eru mikilvægir samningar á vinnumarkaði, það gera sér allir grein fyrir þessu, og allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Augljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétturinn til að semja ekki er líka mjög vandmeðfarinn.“ Bjarni sagði síðan að þegar farið væri út af sporinu í kjaraviðræðum þá færi af stað samkvæmisleikur sem mætti kalla „Hver er sökudólgurinn?“Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en fyrir skömmu kynnti ASÍ nýja skýrslu um skattbyrði mismunandi tekjuhópa í samfélaginu. Skýrslan sýndi að skattbyrði tekjulægsta hópsins hefur aukist mest en Bjarni gerði skýrsluna að umtalsefni í ræðu sinni.vísir/vilhelm„Kjörin hafa stórbatnað“ „En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni. Leitin að sökudólgnum beinir sjónum frá aðalatriðinu sem er að vinnumarkaðslíkanið á Íslandi er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, lítil samvinna til staðar og skipulagið í kjaraviðræðum er tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu. Það hvað okkur hefur lítið miðað áfram undanfarna áratugi við að bæta úr þessu, það er stærsti einstaki veikleiki íslenskra efnahagsmála um þessar mundir,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra gerði einnig að umtalsefni nýlega skýrslu ASÍ um skattbyrði mismunandi tekjuhópa í samfélaginu en skýrslan leiddi í ljós að skattbyrðin hefur aukist mest hjá þeim tekjulægstu. Bjarni sagði að þó að þetta kunni að vera rétt þá segði annað sjónarhorn meiri sögu. „Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði. Frá árinu 1998 hafa ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lágmarkslaunum með tvö börn hækkað um það bil um þriðjung á föstu verðlagi. Það er sem sagt mun auðveldara að framfleyta sér í dag en það var árið 1998, jafnvel þó hægt sé að sýna fram á að skattbyrði einstakra hópa hafi aukist. Ég leyfi mér að benda á þetta því það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðisprósentur - heldur þær krónur sem það hefur milli handanna. Krónunum hefur líka fjölgað. Kjörin hafa stórbatnað. Og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00