Harry Kane skoraði tvívegis þegar Tottenham vann 3-1 sigur á Borussia Dortmund í H-riðli.
Góð byrjun hjá Tottenham sem hefur átt í miklum vandræðum á Wembley eins og frægt er orðið.
Son Heung-Min kom Spurs yfir eftir aðeins fjórar mínútur en Andriy Yarmalenko jafnaði metin með fallegu marki á 11. mínútu.
Tveimur mínútum síðar kom Kane Tottenham í 2-1 sem voru hálfleikstölur.
Kane skoraði svo sitt annað mark á 60. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið ranglega dæmt af Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund.
Jan Vertoghen var rekinn af velli í uppbótartíma en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 3-1, Tottenham í vil.
