Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 22:11 Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku. Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku.
Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16
Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53