Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 20:33 Eiríkur Tómasson lét af störfum sem dómari við Hæstarétt í september. Vísir/Róbert Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg, meðal annars í ljósi þess að ekki sé við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt. Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en Eiríkur lét af störfum í september síðastliðnum. „Dómendur í lýðræðisríki fara með einn af þremur valdþáttum ríkisvaldsins, dómsvaldið, og því er sjálfsagt að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar, enda hljóta þær eðli máls samkvæmt oft að vera umdeildar,“ segir Eiríkur. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg, þ. á m. í ljósi þess að ekki er við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt.“ Eiríkur segir að umfjöllun um dómsmál hafi hér á landi verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi oft verið einhliða. Til að mynda þegar aðilar sem tapað hafa málum, lögmenn þeirra eða sérlegir talsmenn hafa farið mikinn í fjölmiðlum. „Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur.Eiríkur sést hér lengst til hægri ásamt kollegum sínum við þingsetningu á síðasta ári.Vísir/ErnirNokkuð hefur verið rætt um gagnrýni á hæstaréttardómara að undanförnu í kjölfar útgáfu bókarinnar Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur til að mynda höfðað mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla sem birtust í bókinni. Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg, meðal annars í ljósi þess að ekki sé við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt. Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en Eiríkur lét af störfum í september síðastliðnum. „Dómendur í lýðræðisríki fara með einn af þremur valdþáttum ríkisvaldsins, dómsvaldið, og því er sjálfsagt að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar, enda hljóta þær eðli máls samkvæmt oft að vera umdeildar,“ segir Eiríkur. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg, þ. á m. í ljósi þess að ekki er við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt.“ Eiríkur segir að umfjöllun um dómsmál hafi hér á landi verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi oft verið einhliða. Til að mynda þegar aðilar sem tapað hafa málum, lögmenn þeirra eða sérlegir talsmenn hafa farið mikinn í fjölmiðlum. „Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur.Eiríkur sést hér lengst til hægri ásamt kollegum sínum við þingsetningu á síðasta ári.Vísir/ErnirNokkuð hefur verið rætt um gagnrýni á hæstaréttardómara að undanförnu í kjölfar útgáfu bókarinnar Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur til að mynda höfðað mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla sem birtust í bókinni. Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30