WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. Ísraelski vefurinn Globes greinir frá þessu og þar kemur fram að fyrsta flug milli Íslands og Ísrael sé áætlað í júní.
Með þessu vill WOW Air bæði efla ferðamennsku milli Íslands og Ísrael og komast inn á markaðinn á flugi milli Norður Ameríku og Ísrael.
Farþegar frá Tel Aviv geta valið um að fljúga beint til Íslands eða nýta sér flugið sem millilendingu til eins af þeim níu áfangastöðum í Norður Ameríku sem WOW Air flýgur til.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, segir í samtali við Vísi að flug til Ísrael sé til skoðunnar. Hann segist þó ekki getað tjáð sig meira um það að svo stöddu.
