„Ólafía mun vinna mót og ég er ekki að djóka“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 15:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45
Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17
Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00
Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30
Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00